fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Segir álverin á Íslandi vera íslensk – „Svona er bara heimurinn í dag“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. október 2025 16:30

Guðríður segir rangfærslur hafðar um álverin á Íslandi. Mynd/Samál

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðríður Eldey Arnardóttir, framkvæmdastjóri Samáls, segir rangfærslur hafa komið upp í umræðum um álver að undanförnu. Álverin á Íslandi séu íslensk þrátt fyrir erlenda hluthafa.

„Álverin á Íslandi eru öll íslensk og hafa íslenska kennitölu,“ segir Guðríður í aðsendri grein á Vísi í dag. „Hins vegar eru hluthafar þeirra erlendir eins og á við um mörg fyrirtæki á Íslandi.“

Er greinin væntanlega viðbragð við umræðu um bilunina hjá Norðuráli á Grundartanga. Sumir hafa sagt að stjórnvöld verði að bregðast við en aðrir sagt að ríkið eigi ekki að koma erlendum stórfyrirtækjum til bjargar. En Norðurál er í eigu bandaríska iðnfyrirtækisins Century Aluminium.

Bendir Guðríður á að flest stærri fyrirtæki landsins séu að hluta eða öllu leyti í eigu erlendra fjárfesta, hvort sem þau séu íslensk að uppruna eða ekki. Til að mynda stærstu hótelkeðjurnar, ferðaþjónustufyrirtæki, lyfjafyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem Íslendingar þekki og þyki vænt um.

„Álverin eins og önnur íslensk fyrirtæki starfa samkvæmt öllum reglum sem gilda um fyrirtæki á íslenskri grundu og greiða skatta og standa við sínar skyldur eins og íslenskum fyrirtækjum ber að gera,“ segir Guðríður. „Það væri tómlegt að líta yfir sviðið ef við ættum að vísa öllum fyrirtækjum úr landi, hvers hluthafar eru erlendir. Svona er bara heimurinn í dag, við drögum að okkur fjárfesta hvaðanæva úr heiminum sem þannig standa við bakið á íslensku atvinnulífi. Hver svo sem uppruni þessara fyrirtækja er, skila þau sínu til samfélagsins og mynda í sameiningu það virði sem íslenskt samfélag byggir á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Í gær

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Í gær

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum