fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fókus
Laugardaginn 25. október 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll hefur greint frá því hvað að hans mati var og er helsta vandamálið við Andrés Bretaprins. Hann hafi verið kröfuharðari og um leið dónalegri við þjónustufólk en nokkur annar meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Helsta vandamálið hins vegar hafi verið það að hann hafi alltaf komist upp með þessa hegðun og enginn hafi skammað hann fyrir þetta.

Ásakanir um kynferðisbrot loða við prinsinn sem hefur afsalað sér flestum konunglegum titlum og sagt sig frá skyldustörfum en hann heldur þó enn titlinum.

Umræddur fyrrum kokkur í höllinni heitir Dan Ottaway en hann er ekki eini fyrrum starfsmaður konungsfjölskyldunnar sem hefur greint frá slæmri hegðun prinsins í þeirra garð. Í umfjöllun The Mirror kemur fram að hann segi prinsinn hafa verið sér erfiðastur af öllum meðlimum konungsfjölskyldunnar en einna indælust hafi verið Katrín prinsessa, tengdadóttir Karls konungs bróður Andrésar.

Ottaway segir prinsinn hafa oft komið á síðustu stundu með nýjar kröfur um hvernig maturinn ætti að vera þegar hann og annað starfsfólk eldhússins hafi verið langt komið með matseldina. Oft hafi einnig komið fram óskir á síðustu stundu frá prinsinum um að útbúa veislumáltíðir fyrir gesti hans. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafi hins vegar komið með slíkar óskir með góðum fyrirvara enda verið fyllilega meðvitaðir um að starfsfólkið þyrfti tíma til að undirbúa slíkt.

Enginn skammar

Ottaway seggir prinsinn hafa sýnt starfsfólkinu ítrekaða ósanngirni með framkomu sinni en alltaf haldið því áfram því enginn hafi sagt honum að hætta eða skammað hann. Líkleg skýring hafi verið að hann hafi almennt verið talinn uppáhaldsbarn móður sinnar, Elísabetar drottningar.

Þegar hafi komið að sérvisku og kröfum varðandi matinn hafi aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar staðið Andrési langt að baki.

Katrín hafi til að mynda verið algjör andstæða. Hún hafi alltaf komið inn í eldhús eftir máltíðir til að þakka fyrir sig og komið með börnin sín þrjú, prinsana Georg og Lúðvík og Karlottu prinsessu og látið þau þakka líka fyrir sig. Hún hafi greinilega ekki viljað að börnin væru vanþakklát en það hafi skipt starfsfólkið máli að sjá börnin svona kát og þakklát.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025