
Marcus Rashford skoraði tvö marka Barcelona í 6-1 stórsigri á Olympiacos í Meistaradeild Evrópu í gær.
Englendingurinn er nú kominn með fimm mörk frá því hann var lánaður til Börsunga frá Manchester United í sumar. Virðist hann vera að finna sig á ný.
Tölfræðiveitan Opta vekur athygli á því að aðeins tveir leikmenn, þeir Kylian Mbappe og Julian Alvarez, hafi komið að fleiri mörkum fyrir spænskt lið í öllum keppnum á tímabilinu.
Rashford hefur lagt upp fjögur mörk og því komið að níu alls.
9 – Only Kylian Mbappé (17) and Julián Alvarez (10) have been directly involved in more goals for a LaLiga club in all competitions this season than Barcelona's Marcus Rashford (9 – 5 goals, 4 assists). Revitalised. pic.twitter.com/Od0zdSgRxz
— OptaJoe (@OptaJoe) October 21, 2025