fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. október 2025 17:18

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og blandar sér þar í umræðu um umdeilda kynfræðslu inni í fermingarfræðslu barna á Akureyri.

Akureyri.net greindi í fyrradag frá færslu sem faðir sá sig knúinn til að skrifa eftir að kynfræðingurinn Sigga Dögg mætti með fyrirlestur í fermingarfærslu dóttur hans. Segist faðirinn hafa sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir að hún hafi setið þar undir tali fullorðinnar manneskju um mikilvægi sjálfsfróunar auk þess sem María mey hafi verið druslustimpluð.

Sjá einnig: Sigga Dögg veldur aftur fjaðrafoki vegna fermingarfræðslu – „Guðlasti varpað fram undir hlátri og klappi „presta“ kirkjunnar“

Mjög skiptar skoðanir eru á meðal viðkomandi foreldra um þessa kynfræðslu sem börn þeirra fengu í fermingarfræðslunni, sumir líta hana jákvæðum augum. Sigmundur Davíð segir hins vegar:

„Þið hafið eflaust flest séð frásagnirnar af fermingarfræðslu á Akureyri. Því miður reyndist þetta allt rétt, eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.

Í ofanálag eru Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena svívirt með því að gera þau að persónum í klámsögu.“

Sakar presta um forherðingu

„Þau viðbrögð sem ég hef séð til þessa frá prestum og öðrum sem svara fyrir málið eru síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar,“ segir Sigmundur Davíð ennfremur.

Hann segir að sífellt yngri börn séu hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi, jafnvel í fermingarfræðslu. Segir hann það til marks um raunveruleikarof í samtímanum að einhverjum þyki íhaldssamt að gera athugasemdir við þetta. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak og ná einhverri tengingu við himinn eða jörð. Helst hvort tveggja.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“