Stjörnunni mistókst að tryggja sér Evrópusæti þegar liðið heimsótti Fram í Bestu deild karla í kvöld, leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Með sigri hefði Stjarnan náð Evrópusæti en nú er ljóst að úrslitaleikur fer fram eftir sex daga þegar Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ.
Fred Saraiva kom Fram yfir en Örvar Eggertsson jafnaði fimm mínútum síðar eða á 57. mínútu.
Það er því ljóst að spilað verður um Evrópusætið í Garðabæ, Breiðablik þarf hins vegar að vinna tveggja marka sigur til að tryggja sér Evrópusætið.
Stjarnan má þvi tapa leiknum en aðeins með einu marki.