fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. október 2025 10:30

Fyrir upphaf aðalmeðferðar málsins í morgun. Mynd: KJS/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld standa nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelld skemmdarverk með því að hafa kveikt í Teslu-bifreið lögreglukonu við Rekagranda í ágústmánuði árið 2023.

Er um hálftími var liðinn af þinghaldinu ákvað dómari að loka þinghaldinu að ósk verjanda eins mannanna þriggja. Blaðamaður DV óskaði eftir því að kæra ákvörðunina en dómari sagði hana ekki kæranlega, meðal annars vegna þess að ákvörðunin var tekin eftir að þinghald var hafið.

Fyrir upphaf þinghaldsins í morgun. Mynd: KSJ/DV

Hvorki aðrir verjendur né saksóknari lögðust gegn beiðninni. Verjandinn rökstuddi beiðnina með vísan til þess að loka bæri þinghaldinu til hlífðar sakborningi . Á fyrri stigum málsins hefðu ákærði og brotaþoli fengið neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu vegna framburðar sem þau gáfu hjá lögreglu.

Sjá einnig:Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Mennirnir þrír bera allir erlend nöfn en eru með íslenska kennitölu. Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs en sá yngsti var þó aðeins 18 ára er atburðurinn átti sér stað. Samkvæmt heimildum DV eru mennirnir taldir vera í viðkvæmri stöðu í samfélaginu.

Einn mannanna er ákærður fyrir tilraun til að valda stórfelldum eignaspjöllum með því að hafa, gegn vilyrði um 100 þúsund króna greiðslu, skvett bensíni á bílinn og reynt að kveikja í honum. Það tókst ekki.

Það tókst hins vegar í annarri tilraun að kveikja í bílnum og fyrir þann verknað eru allir þrír mennirnir ákærðir, þ.e. fyrir stórfelld eignaspjöll. Einn fyrir að skipuleggja verkið, kaupa bensín og fá áðurnefnda manninn til þess, sá fékk síðan þriðja manninn með sér í verkið og tókst þeim að kveikja í bílnum sem eyðilagðist.

Einn sakborninganna er spænskur maður, fæddur árið 2002. Er hann var spurður hvort heimilisfang hans væri rétt í dómskjölum sagðist hann vera fluttur en þurfti að fletta upp í síma sínum eftir hinu nýja heimilisfangi.

Annar sakborninganna sækir ekki þing þar sem honum hefur verið vísað úr landi. Er hann arabískumælandi. Þriðji sakborningurinn var ekki mættur við upphaf þinghaldsins og mun ekki sitja þinghaldið en lögmaður hans situr það.

Nemendur ástæða fyrir lokuninni

Tekið skal fram að þær myndir sem hér eru birtar voru teknar áður en þinghaldið hófst.

Nokkur fjöldi áheyrenda voru viðstaddir eða rúmlega 20 manns. Er dómari spurði verjandann hvers vegna hann hefði ekki óskað eftir lokun þinghalds fyrr sagði hann að enginn áhugi hafi verið málinu og mátti skilja á honum að áhorfendafjöldinn hafi komið honum í opna skjöldu.

Allir áheyrendurnir, utan blaðamanns DV, voru hins vegar námsmenn sem sóttu þinghaldið vegna skólaverkefna. Var þar ýmist um að ræða nemendur í félagsráðgjöf eða lögfræði.

 

Fréttinni hefur verið breytt

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“