fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. október 2025 07:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta segir Ragga það mikilvægt að biðjast afsökunar þegar við höfum gert eitthvað rangt. Hún hvetur okkur þó til að hætta að biðjast afsökunar þegar við þurfum ekki að taka ábyrgðina.

Það er mikilvægt að kunna að biðjast afsökunar þegar við höfum gert eitthvað rangt.

Ef við erum alltaf sein í hittinga. Erum alltaf á sjálfshátíð í samskiptum við aðra. Svörum skilaboðum eftir dúk og disk. Þá þurfum við að sýna iðrun með orðum en aðallega með breyttri hegðun.

En alltof oft segjum við SORRÝ þegar við þurfum ekki að taka ábyrgð á gjörðum eða orðum.

Ragga segir að þegar setningin „Æi…Sorrý með mig…. er fyrsta setningin í flestum samtölum lækkar það sjálfstraustið og grefur undan sjálfsvirðingunni.

Þú afsakar þig í bak og fyrir svo enginn dæmi þig eða sé fúll.

Manneskjugeðjun á rætur í lágu sjálfsmati, óöryggi í samböndum, lélegu sjálfstrausti og ótta við höfnun.

Orð eru öflug. Tungumálið sem við notum um okkur sjálf mótar sjálfsmyndina.

Mynd: Ragga nagli

Ragga ráðleggur okkur að prófa að skipta SORRÝ út fyrir TAKK.

Í staðinn fyrir að gera þig smærri, sýndu frekar þakklæti.

Við þurfum að læra að við megum taka rými.

Að við eigum líka skilið ást og stuðning.

Að við erum ekki byrði á öðrum.

Við erum ekki vesen.

Réttu úr bakinu, ýttu hökunni fram og úsaðu út jákvæðri orku og finndu hvernig sjálfsmyndin eflist og sjálfstraustið keyrist upp í rjáfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því