fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fókus

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“

Fókus
Mánudaginn 20. október 2025 11:30

Silja Björk er gestur vikunnar í Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Björk er 33 ára, tveggja barna móðir frá Akureyri en býr í Kópavogi í dag. Hún er gestur vikunnar í Sterk saman.

Uppeldið og æskan var góð. Hún ólst upp hjá báðum foreldrum ásamt systkinum.

„Ég sé það eftir á að það var snemma farið að kræla á þunglyndi hjá mér, ég var og er svakalega tilfinningarík og viðkvæm,“ segir hún.

Sem dæmi um þetta þá flutti frænka Silju frá Akureyri, ásamt fjölskyldu sinni og það tók mjög á unga Silju sem grét stanslaust og komst varla fram úr rúminu.

Unglingsárin voru henni erfið og tengdi hún ekki við jafnaldra sína.

„Ég var mikið að tjá mig skriflega og yrkja ljóð um tilfinningar svo mér fannst ég ekki endilega passa inn í,“ segir hún.

Bílslysið hafði mikil áhrif

Silja var framúrskarandi námsmaður þar til hún lenti í alvarlegu bílslysi.

„Eitt kvöld fékk ég símtal frá strák sem ég var voðalega skotin í og hann í mér. Þeir voru tveir og buðu mér á rúntinn. Mamma ætlaði að banna mér að fara en ég var með stæla og fór samt, sem var mjög ólíkt mér,“ segir Silja.

Hún segir að þeir hafi verið á litlum Yaris og undir áhrifum, keyrt mjög hratt og farið yfir á rauðu ljósi sem endaði með því að þeir keyrðu inn í hliðina á stórum pallbíl.

„Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita. Auðvitað var mamma svo komin við hliðina á mér um leið,“ segir hún.

Kjaftasögur fóru á kreik

Þetta slys og það sem á eftir kom var Silju mjög erfitt. Það spunnust alls kyns lygasögur þar sem fólk talaði um hana bæði á Akureyri og nærliggjandi bæjum.

„Ég var rétt byrjuð í framhaldsskóla þegar slysið varð og mætti öll bólgin í framan, eins og hamstur, haltrandi en átti bara að gleyma þessu af því það dó enginn,“ segir Silja.

Það fór að halla undan fæti námslega og þunglyndið tók yfir.

„Það var auðvelt að vera fulla og hressa týpan í partýum og þar sem ég mætti en mér leið svakalega illa,“ segir hún.

Silja sá enga leið út og ætlaði að taka eigið líf. „Ég var komin langt á veg með ætlunarverkið þegar sama röddin og hafði brotið mig niður árum saman, í höfðinu á mér, sagði mér að þetta væri illa skipulagt, ekki nógu vel gert, ég gæti aldrei gert neitt rétt, ekki einu sinni þetta. Ég fékk kvíðakast og hringdi í vinkonu mína sem fattaði strax hvað væri að gerast,“ segir hún.

Silja Björk er gestur vikunnar í Sterk saman.

Geðsjúkdómar minna tabú

Silja talar um kerfið og hvernig umræðan hefur breyst.

„Þegar ég fór á geðdeild var það svakalegt feimnismál hjá fólki og líka að fara til sálfræðings, í dag eru allir opnir með að hitta sálfræðinga, sem betur fer,“ segir hún.

Árið 2015 fór Silja af stað, ásamt öðrum,  með átak sem nefndist „Ég er ekki tabú“ og varð það feiknar vinsælt þar sem fólk opnaði sig um andlegar áskoranir sínar.

Hugvíkkandi efni

Silja sat í stjórn Geðhjálpar og fékk þar að heyra fyrst af hugvíkkandi efnum og var uppfull af fordómum.

„Ég vildi ekki heyra þetta nefnt, til að byrja með, þar til ég fór að sjá gögn og heimildir sem ekki er hægt að véfengja,“ segir hún.

Hún er mjög skýr þegar kemur að málefnum hugvíkkandi efna og hefur haldið tvær stórar ráðstefnur hérlendis og ferðast erlendis.

„Sum lyf, hugvíkkandi, geta verið hjálpleg ef þau eru notuð rétt, í réttu umhverfi og undir handleiðslu.“

Hlustaðu á þáttinn með Silju hér.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 5 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó