fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 18. október 2025 09:00

Arnar Gunnlaugsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, gat tengt við umræðuna sem Arnar Gunnlaugsson lenti í eftir leikinn við Úkraínu á dögunum. Hann ræddi þessi mál í Íþróttavikunni á 433.is.

Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu og mátti greina reiði hjá hluta þjóðarinnar og einnig í einhverjum fjölmiðlum. Það er stutt á milli í þessum bransa og allir voru í skýjunum eftir glæsilegt jafntefli við Frakka þremur dögum síðar.

„Arnar (Gunnlaugsson landsliðsþjálfari) er sölumaður mikill og hefur fengið leikmenn með sér og augljóslega marga í þjóðinni. Mér finnst skemmtilegra að lesa um íslenska landsliðið þegar það er örlítð meira jákvætt en það hefur verið síðustu ár.

Ég fann til með honum og leikmönnum (eftir leikinn við Úkraínu). Þetta er ekki ólíkt því sem er hér í hverri viku í Bergen, annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt. Arnar þarf bara að taka því og ég held að hann geri það,“ sagði Freyr.

„Þetta hefur verið pirrandi, ég get ímyndað mér það. En þeir mættu svo og tóku stig gegn Frökkunum. Og frammistaðan gegn Úkraínu var ekki galin, þó það sé auðvitað ekki í lagi að fá á sig fimm mörk.“

Ítarlegt viðtal við Frey er í spilaranum og hefst það þegar þátturinn er um það bil hálfnaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus