Í yfirlýsingu fjölskyldunnar til bandaríska blaðsins People í gær kom fram að leikkonan hefði dáið úr lungnabólgu.
„Keaton-fjölskyldan er afar þakklát fyrir þann mikla stuðning og ást sem hún hefur fengið undanfarna daga vegna Diane sem lést úr lungnabólgu þann 11. október síðastliðinn,“ sagði í yfirlýsingunni.
Sjá einnig: Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Keaton kom víða við á á löngum ferli sínum í Hollywood og má segja að frægðarsól hennar hafi byrjað að rísa með hlutverki hennar sem Kay Corleone, kærasta mafíósans Michaels Corleone í þríleik Guðföðurmyndanna á áttunda áratugnum. Hún fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki myndarinnar Annie Hall árið 1977, þar sem Woody Allen, þáverandi kærasti hennar lék móthlutverkið, skrifaði handrit og leikstýrði, en myndin var byggð á ævi Keaton.