fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Greindist loks með HIV eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. október 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Riduan, frá Indónesíu, sem giftur er íslenskum manni, Guðmundi Eyjólfi Jóelssyni, stefndi Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), þar sem hann krafðist þess að viðurkennd yrði bótaskylda SÍ úr sjúkratryggingu vegna vanrækslu við meðferð og greiningu á HIV-smiti Riduans.

DV fjallaði um mál Riduans árið 2023 og tók viðtal við Guðmund eiginmann hans. Þar kom fram, líkt og einnig er rakið í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, að Riduan fór í alls 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir vegna óútskýrðra kvilla áður en hann loks greindist með alnæmi á Landspítalanum í október árið 2016. Þá var hann kominn með heilahimnubólgu og búinn að missa allan mátt í fótunum.

Sjá einnig: Greindist með alnæmi eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – „Það voru ekki margir dagar í dauðann“

Veikindi Riduans hófust árið 2012 og varð hann sífellt veikari. Lýstu veikindin sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum, brjóstverkjum, sjóntruflunum og þvagteppu. Árið 2015 var hann orðinn mjög veikur. Hann er í dag 100% öryrki og þarf að notast við hjólastól.

Í nóvember árið 2020 var sótt um bætur til Sjúkratrygginga Íslands fyrir Riduan sem höfnuðu beiðninni á þeirri forsendu að að málið væri fyrnt. Fyrningarfrestur er fjögur ár en ágreiningur er um hvenær Riduan, sem er heyrnarlaus og mállaus, var ljóst að hann væri HIV-smitaður. Hann segir að það hafi verið í upphafi árs 2017 sem honum var þetta ljóst. Telur hann að fyrningarfrestur hafi ekki byrjaði að líða fyrr en þá og málið hafi því ekki verið fyrnt í nóvember 2020, er hann sótti um bætur.

Riduan óskaði eftir endurupptöku málsins hjá SÍ en þeirri beiðni var hafnað. Kærði hann þá ákvörðun til úrskurðarnefndar velferðarmála og krafðist þess að ákvörðun SÍ um að hafna endurupptöku málsins yrði hrundið og stofnuninni yrði gert að endurupptaka umsókn hans um bætur. Úrskurðarnefnd velferðarmála hafnaði þeirri kröfu í desember árið 2021.

Ágreiningur um hvort málið hafi verið fyrnt er meginkjarninn í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir fötlun sína hafi Riduan mátt vera ljóst að hann væri greindur með HIV strax í október árið 2016. Ennfremur segir í dómsniðurstöðunni að Riduan hafi ekki sýnt fram á að starfsmenn heilbirgðisstofnana hafi sýnt af sér saknæma heðgun við skoðun og greiningu á HIV-smiti hans á árunum 2012 til 2016.

Er því öllum kröfum hans á hendur SÍ og íslenska ríkið hafnað. Dóminn má lesa hér.

Riduan situr því eftir bótalaus þrátt fyrir að vera búinn að missa heilsuna eftir þrautagöngu á milli heilbrigðisstofnana yfir fjögurra ára tímabil. Segist hann hafa verið með mörg einkenni alnæmis en fékk þó ekki greiningu á því fyrr en fjórum árum eftir að hann leitaði fyrst til heilbrigðisstofnunar.

Sjá viðtal DV við eiginmann Riduan

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður frá Víetnam í miklum vandræðum eftir að lögreglan á Selfossi haldlagði vegabréfið hans

Ferðamaður frá Víetnam í miklum vandræðum eftir að lögreglan á Selfossi haldlagði vegabréfið hans
Fréttir
Í gær

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður svaf í gámi og stolinn bíll fannst í gegnum staðsetningarbúnað

Maður svaf í gámi og stolinn bíll fannst í gegnum staðsetningarbúnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjólstæðingur Brynjólfs sætir pyndingum – „Forstjóri Útlendingastofnunar hefur alið á óstjórn innan stofnunarinnar“

Skjólstæðingur Brynjólfs sætir pyndingum – „Forstjóri Útlendingastofnunar hefur alið á óstjórn innan stofnunarinnar“