Jarðskjálfti af stærð 2,3 varð í austanverðu Ingólfsfjalli klukkan 20:14 í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá Selfossi um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Svæðið er virkt jarðskjálftasvæði og ekki ólíklegt að eftirskjálftar fylgi í kjölfarið.