Martin Fletcher, 46 ára, er tveggja barna faðir frá Liverpool í Bretlandi. Hann glímdi við offitu í tuttugu ár og var byrjaður að hafa áhyggjur hvað áhrif það myndi hafa á heilsu hans. Hann var þegar byrjaður að kljást við ýmsa heilsukvilla, eins og kæfisvefn og háan blóðþrýsting. Læknirinn hans var búinn að vara hann við að hann væri nálægt því að þróa með sér áunna sykursýki.
Honum var boðið að fara í magaermi eða byrja á þyngdartapslyfi eins og Ozempic eða Mounjaro, en hann vildi hvorugt.
„Ég vildi ekki verða einn af þeim sem deyr langt fyrir aldur fram. En ég vissi að ég gæti ekki lifað svona lengur, ég var kominn með nóg,“ segir Martin í samtali við BBC.
„Ég á tvær ungar dætur og gat ekki leikið við þá, ég var svo aumur og metnaðarlaus.“
Martin byrjaði að stunda DDP jóga, sem var þróað af fyrrverandi atvinnuglímukappanum Diamond Dallas Page (DDP). Þetta er blanda af hefðbundnu jóga, styrktarþjálfun og æfingum sem styrkja hjarta- og æðakerfið, og leggur sérstaka áherslu að vera fyrir alla.
„Ég veit ekki hvað small en það gerði það,“ segir hann.
Martin líður vel í dag og er meira að segja hættur á blóðþrýstingslyfjunum. Hann segir að skemmtilegast hafi verið að heyra frá dóttur sinni: „Pabbi, ég næ núna utan um þig.“