fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fókus
Miðvikudaginn 15. október 2025 07:00

Martin hefur náð ótrúlegum árangri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylduföður tókst að missa 63,5 kíló á rúmlega ári, án þess að nota þyngdartapslyf eða gangast undir megrunaraðgerð.

Martin Fletcher, 46 ára, er tveggja barna faðir frá Liverpool í Bretlandi. Hann glímdi við offitu í tuttugu ár og var byrjaður að hafa áhyggjur hvað áhrif það myndi hafa á heilsu hans. Hann var þegar byrjaður að kljást við ýmsa heilsukvilla, eins og kæfisvefn og háan blóðþrýsting. Læknirinn hans var búinn að vara hann við að hann væri nálægt því að þróa með sér áunna sykursýki.

Honum var boðið að fara í magaermi eða byrja á þyngdartapslyfi eins og Ozempic eða Mounjaro, en hann vildi hvorugt.

„Ég vildi ekki verða einn af þeim sem deyr langt fyrir aldur fram. En ég vissi að ég gæti ekki lifað svona lengur, ég var kominn með nóg,“ segir Martin í samtali við BBC.

„Ég á tvær ungar dætur og gat ekki leikið við þá, ég var svo aumur og metnaðarlaus.“

Martin byrjaði að stunda DDP jóga, sem var þróað af fyrrverandi atvinnuglímukappanum Diamond Dallas Page (DDP). Þetta er blanda af hefðbundnu jóga, styrktarþjálfun og æfingum sem styrkja hjarta- og æðakerfið, og leggur sérstaka áherslu að vera fyrir alla.

„Ég veit ekki hvað small en það gerði það,“ segir hann.

Martin líður vel í dag og er meira að segja hættur á blóðþrýstingslyfjunum. Hann segir að skemmtilegast hafi verið að heyra frá dóttur sinni: „Pabbi, ég næ núna utan um þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Í gær

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona var líkamlegt ástand hennar eftir að hún svaf hjá yfir þúsund karlmönnum

Svona var líkamlegt ástand hennar eftir að hún svaf hjá yfir þúsund karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa hætt frekari barneignum ef sonurinn hefði fæðst fyrstur

Segist hafa hætt frekari barneignum ef sonurinn hefði fæðst fyrstur