fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fókus

Stórhýsi Anton loksins selt á undirverði

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. október 2025 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Kristinn Þórarinsson, Toni, hefur loksins selt stórhýsi sitt við Haukanes í 24 Garðabæ. Húsið var sett á sölu fyrir tveimur árum og aftur í janúar í fyrra.

Sjá einnig: Anton Þórarinsson selur glæsihús sitt – Hálfklárað á Haukanesi

Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, keypti húsið fyrir 484 milljónir króna. Ásett verð var 635 milljónir króna. Vísir greindi fyrst frá.

Kaupsamningur var undirritaður 29. september og húsið er afhent á morgun á byggingarstigi tvö.

Á lóðinni var áður einbýlishús byggt árið 1973, sem var rifið. Nýja húsið er hannað af Kristni Ragnarssyni hjá KRark. Húsið er 620 fm á 1467 fm eign­ar­lóð sem er al­veg við sjó­inn og er með óskertu sjáv­ar­út­sýni.

Húsið skiptist í eldhús, stofu, borðstofu, skrifstofu, tvö stór svefn­her­bergi, baðher­bergi, hjóna­svítu með fata­her­bergi og baðher­bergi, sjón­varps­hol, og bílskúr á efri hæð. Á neðri hæð eru eldhús/borðstofa, tvö svefn­her­bergi, tvö baðher­bergi, þvotta­hús, geymsla, skrif­stofu­her­bergi, stórt opið afþrey­ing­ar­rými, tækn­i­rými auk her­bergja sem hugsuð voru sem kvik­mynda­her­bergi og leik­her­bergi. Af neðri hæðinni er út­gengt út í lóðina og fjör­una. Skv. selj­anda er heim­ilt að setja báta­skýli á lóðina.

Húsið er staðsteypt tví­lyft ein­býl­is­hús og er burðar­virkið staðsteypt með járn­bentri stein­steypu. Útvegg­ir eru ein­angraðir að utan með stein­ull og klædd­ir með stuðlabergs ál­klæðningu frá Idex. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali