Hreppsnefnd Tjörneshrepps hefur samþykkt að afþakka 248 milljón króna framlag úr Jöfnunarsjóði.
Í tilkynningu hreppsins segir að nýlega hafi borist bréf frá Jöfnunarsjóði um sérstakt fólksfækkunarframlag. Upphæðin átti að vera 248 milljón krónur.
„Tjörneshreppur hafði ekki óskað eftir slíku framlagi og kom þetta verulega á óvart,“ segir í tilkynningu hreppsins.
Íbúafjöldi hafi verið stöðugur síðustu árin og að þjónustustigið við íbúana sé gott. Þá sé fjárhagsstaða hreppsins sterk.
Var það því samþykkt á hreppsfundi í gær, 13. október, að afþakka framlag Jöfnunarsjóðsins.
„Í fundargerð hreppsnefndar kemur fram að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess,“ segir í tilkynningu.