Í dag var tilkynnt til lögreglu um sofandi mann í gámi í hverfi 102 Reykjavík. Var manninum vísað á brott.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar greinir einnig frá því að umferðarslys varð í miðborginni og urðu þar minniháttar meiðsl á fólki.
Tilkynnt var um mann sem veittist að starfsmanni í verslun í hverfi 105. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna ástands síns.
Í Kópavogi var tilkynnt um þjófnað á bíl. Eigandi gat staðsett bílinn í gegnum staðsetningarbúnað og því fannst bíllinn fljótlega. Einn maður í bílnum var handtekinn og fluttur til vistunar á lögreglustöð vegna málsins.