fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 08:00

Dominik Szoboszlai og Ibrahima Konate. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

(brahima Konaté, varnarmaður Liverpool sem þénar um 70 þúsund pund á viku, hefur opinberað að hann hafi eitt sinn verið of hræddur til að eyða peningum eftir að hann komst í fremstu röð fótboltans.

Franski landsliðsmaðurinn er sagður á óskalista Real Madrid, en samningur hans við Liverpool rennur út næsta sumar. Spænska stórliðið getur freistað hans með titilbaráttu og rausnarlegum launum, en Konaté segir að hann hafi lengi verið hræddur við að breytast í augum fjölskyldunnar.

„Ég er leikmaðurinn sem ég er í dag þökk sé bræðrum mínum,“ sagði hann.

„Frá fyrstu skrefum mínum hjá Paris Université Club fyrir tuttugu árum og til Liverpool hafa þeir alltaf verið mér stoð og stytta. Ég eyddi engu í munað eða sjálfsánægju, engin nýr bíll, engin föt, engir skór. Ég var of hræddur við að þeir myndu segja að ég hefði breyst.“

Konaté viðurkennir að fjölskyldan skipti hann miklu máli í heimi þar sem margir reyna að nýta sér frægð fótboltamanna. „Um 95 prósent fólks sem nálgast mig gerir það vegna þess að ég er Konaté, fótboltamaðurinn, ekki Ibrahima, manneskjan,“ sagði hann. „Þeir vilja græða á frægð minni, en bræður mínir hjálpa mér að sía þá frá.“

Hann játaði þó að hann hefði stundum farið út fyrir mörk þegar kom að fatakaupum. „Ég ætla ekki að ljúga, ég fór aðeins yfir strikið með fötin,“ sagði hann með bros á vör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Við það að bresta í grát í beinni – Viðurkenndi að hann væri stundum að fá sér í glas

Við það að bresta í grát í beinni – Viðurkenndi að hann væri stundum að fá sér í glas
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kristian Nökkvi um markið góða gegn Frökkum í kvöld – „Að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað“

Kristian Nökkvi um markið góða gegn Frökkum í kvöld – „Að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Logi Tómasson – „Ég var solid í kvöld og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik“

Logi Tómasson – „Ég var solid í kvöld og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gjaldþrot blasir við

Gjaldþrot blasir við