fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Þetta eru gíslarnir sjö sem Hamas sleppti í morgun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. október 2025 10:00

Efri röð frá vinstri: Omri Miran, Matan Angrest og Guy Gilboa. Neðri röð frá vinstri: Gali og Ziv Berman, Alon Ohel og Eitan Mor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamas-samtökin á Gasa slepptu í morgun sjö gíslum sem verið hafa í haldi samtakanna undanfarin tvö ár og var þeim komið í hendur starfsmanna Rauða krossins.

Um er að ræða fyrstu skrefin í friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Í staðinn fyrir gíslana munu Ísraelsmenn sleppa um tvö þúsund palestínskum föngum sem eru í haldi í Ísrael. Þrettán öðrum lifandi gíslum var svo sleppt úr haldi nú á tíunda tímanum í morgun.

Breska ríkisútvarpið, BBC, varpaði í morgun ljósi á það hvaða sjö gíslar það voru sem sleppt var fyrst úr haldi í morgun.

Eitan Mor, 25 ára

Eitan starfaði sem öryggisvörður á Nova-tónlistarhátíðinni þegar hann var tekinn til fanga af vopnuðum Hamas-liðum. Faðir hans sagði í viðtali eftir að hann var tekinn föngum að hann hafi bjargað tugum manna áður en hann var tekinn föngum. Í febrúar 2025 sagði fjölskylda Eitans að hún hefði fengið staðfestingu á því að hann væri á lífi. Þremur mánuðum síðar sögðu foreldrar hans að gísl sem hafði verið með honum í neðanjarðargöngum á Gasa-svæðinu hefði lýst því hvernig Eitan var „talsmaður gíslana gagnvart fangavörðunum“ og „hann hefði lyft andanum hjá gíslum“ í afar erfiðum aðstæðum.

Alon Ohel, 24 ára

Alon er með ísraelskt, þýskt og serbneskt ríkisfang. Myndband frá Hamas á sínum tíma sýndi þegar hann var tekinn til fanga á Nova-tónlistarhátíðinni. Alon sást ekki aftur í öðru myndbandi fyrr en í ágúst 2025 og fékkst þá staðfesting að hann væri á lífi.

Gali og Ziv Berman, 28 ára

Gali og Ziv eru tvíburabræður sem voru numdir á brott frá Kibbutz Kfar Aza ásamt nágranna sínum, Emily Damari. Ziv var haldið fanginni með Emily í 40 daga áður en þau voru aðskilin. Emily var sleppt í janúar 2025 í tengslum við síðasta vopnahlé. Fjölskylda Gali og Ziv sagði að Emily hefði verið tjáð af öðrum gíslum sem sleppt var snemma árs 2025 að bræðurnir væru enn á lífi.

Guy Gilboa-Dalal, 24 ára

Guy var á Nova-hátíðinni með bróður sínum, Gal. Gal tókst að komast undan vopnuðum árásarmönnum en Guy var tekinn til fanga. Í síðasta mánuði birti Hamas myndband sem sýndi Guy og annan gísl, Alon Ohel, sem fjallað er um hér að framan, ekið um Gaza-borg í lok ágúst, þegar ísraelski herinn undirbjó árás þar.

Matan Angrest, 22 ára

Matan var hermaður í ísraelska hernum og var í hópi viðbragðsaðila sem komu að aðgerðum á Nova-hátíðinni. Skriðdreki sem hann var í varð fyrir árás nálægt landamærunum að Gasa þann 7. október 2023. Hann komst lífs af úr árásinni en var handsamaður af Hamas-liðum. Gíslar sem sleppt var úr haldi fyrr á þessu ári sögðu að hann hefði þjáðst af ómeðhöndluðum brunasárum og sýkingum meðan hann var í haldi.

Omri Miran, 48 ára

Omri var numinn á brott frá heimili sínu í Nahal Oz. Eiginkona hans, Lishay, sagði að hún hafi síðast séð hann þegar honum var ekið burt í eigin bíl. Hún og dætur þeirra hjóna, Roni og Alma, voru ekki teknar með honum. Í apríl 2025 birti Hamas myndband sem sýndi Omri halda upp á 48 ára afmælið sitt og fékkst þá staðfesting að hann væri á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistar argir út af friðarverðlaunum Nóbels – „Machado er ekki friðarsinni“

Sósíalistar argir út af friðarverðlaunum Nóbels – „Machado er ekki friðarsinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reglur borgarinnar um afmælishópa vekja hneykslun og hlátur

Reglur borgarinnar um afmælishópa vekja hneykslun og hlátur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgarkona óskar eftir sveitavini – „Vön að sofa í bílnum svo engin þörf á húsakosti“

Borgarkona óskar eftir sveitavini – „Vön að sofa í bílnum svo engin þörf á húsakosti“