Zelda steig fram á Instagram í vikunni þar sem hún setti fótinn niður.
„Vinsamlegast hættið að senda mér AI-myndbönd af pabba. Hættið að halda að ég vilji sjá þau eða skilji þau – ég geri það ekki og mun ekki gera það. Ef þið eruð bara að reyna að stríða mér, hef ég séð það verra; ég mun takmarka aðgang og halda áfram. En vinsamlegast, ef þið hafið snefil af sómakennd, hættið að gera honum þetta og mér. Þetta er heimskulegt, tímasóun og alls ekki það sem hann hefði viljað,“ sagði hin 35 ára gamla Zelda sem er sjálf leikkona og leikstjóri.
Zelda var ómyrk í máli og sagði það „viðbjóðslegt“ að fólk væri að „þjappa arfleifð“ fólks niður í stutt TikTok-myndbönd í von um að fá nokkur læk.
„Og fyrir allt sem heilagt er – hættið að kalla þetta „framtíðina“. Gervigreind er bara léleg endurvinnsla af fortíðinni til að nota aftur. Þetta er eins og að vera aftastur í Human Centipede-keðjunni á meðan þeir sem eru fremst hlæja og éta endalaust,” sagði hún og vísaði í hina umdeildu hryllingsmynd frá árinu 2009.
Í umfjöllun Guardian kemur fram að ummæli Zelda falli á sama tíma og svokallaðar djúpfalsanir af frægum einstaklingum dreifast hratt um netið.