fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fókus

Dóttir Robin Williams: „Hættið að gera honum þetta“

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 09:24

Zelda og Robin saman á mynd árið 2009. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zelda Williams, dóttir leikarans Robin Williams heitins, fordæmir notkun gervigreindar í myndböndum sem eiga að endurskapa föður hennar. Robin lést árið 2014, 63 ára að aldri.

Zelda steig fram á Instagram í vikunni þar sem hún setti fótinn niður.

„Vinsamlegast hættið að senda mér AI-myndbönd af pabba. Hættið að halda að ég vilji sjá þau eða skilji þau – ég geri það ekki og mun ekki gera það. Ef þið eruð bara að reyna að stríða mér, hef ég séð það verra; ég mun takmarka aðgang og halda áfram. En vinsamlegast, ef þið hafið snefil af sómakennd, hættið að gera honum þetta og mér. Þetta er heimskulegt, tímasóun og alls ekki það sem hann hefði viljað,“ sagði hin 35 ára gamla Zelda sem er sjálf leikkona og leikstjóri.

Zelda var ómyrk í máli og sagði það „viðbjóðslegt“ að fólk væri að „þjappa arfleifð“ fólks niður í stutt TikTok-myndbönd í von um að fá nokkur læk.

„Og fyrir allt sem heilagt er – hættið að kalla þetta „framtíðina“. Gervigreind er bara léleg endurvinnsla af fortíðinni til að nota aftur. Þetta er eins og að vera aftastur í Human Centipede-keðjunni á meðan þeir sem eru fremst hlæja og éta endalaust,” sagði hún og vísaði í hina umdeildu hryllingsmynd frá árinu 2009.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að ummæli Zelda falli á sama tíma og svokallaðar djúpfalsanir af frægum einstaklingum dreifast hratt um netið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim
Fókus
Í gær

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda