Viktoría sér um markaðsmál Sassy, sem er með verslun á Dalvegi í Kópavogi og einnig á netinu. Hún er gestur vikunnar í Fókus, hlaðvarpsþætti DV.
Viktoría er markaðsstjóri Sassy og sér um samfélagsmiðlana, samstörf, viðburði og fleira. Hún er mjög tíður gestur á TikTok-síðu Sassy þar sem hún bregður sér í hlutverk og við fengum hana til að lýsa persónunni.
„Sko, vá, egóisti, svakalegur egóisti. Hvatvís og frek. Ég myndi lýsa henni þannig, gerir allt sem hana langar að gera,“ segir Viktoría.
@sassy.isÞetta snýst allt um samvinnu krakkar♬ original sound – Sassy 👸
Þetta er samt langt í frá að vera persónuleiki Viktoríu, en margir halda annað. Hún hefur þurft að draga úr efninu sem hún deilir því fólk hefur verið að kvarta undan lata og lélega starfsmanninum hjá Sassy.
@sassy.isHvað finnst ykkur? Erum við sammála eða ósammála?♬ original sound – Sassy 👸
„Fólk tekur þessu mjög persónulega og bókstaflega,“ segir Viktoría, en það hefur til dæmis skapast umræða um Viktoríu í Mæðra Tips þar sem sumar konur voru að hafa áhyggjur af því að hún væri að hunsa viðskiptavini, en Viktoría vinnur ekki einu sinni í versluninni sjálfri heldur er hún í markaðsmálum á bak við tjöldin.
@sassy.isKrakkar, allt á TikTok er bara skemmtun.. Ég lofa ❤️♬ original sound – Lewky____
Viktoría minnir fólk á að trúa ekki öllu sem það sér á samfélagsmiðlum, bæði því góða og slæma.
„Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum… þetta er allt glans, fólk stjórnar því sem það sýnir þér og þú verður að passa að gleypa það ekki og byrja að bera þig saman við þetta fólk,“ segir hún.
Viktoría fer um víðan völl í viðtalinu og ræðir einnig um áföll úr æsku, ofbeldissamband, sjálfsvinnu og fleira í þættinum sem má hlusta á í heild sinni hér.