fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fókus

Ekki hrifin af spurningu sem hún fékk um fyrrverandi

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez virtist ekki mjög hrifin af spurningu sem hún fékk um fyrrverandi eiginmann sinn, Ben Affleck.

Lopez var í morgunþættinum Today Show til að kynna nýju kvikmynd hennar Kiss of the Spider Woman, en Affleck er einn af framleiðendum myndarinnar.

Sjónvarpsmaðurinn Craig Melvin sagði: „Skilnaður þinn og Ben…“

Og þá greip Lopez hlæjandi fram í og sagði: „Ný byrjar þetta.“

Melvin reyndi að halda áfram en Lopez bætti við: „Sjá þennan gaur.“

Sjónvarpsmaðurinn náði svo að klára: „Fyrrverandi maðurinn þinn er framleiðandi myndarinnar!“

„Hann er það,“ sagði hún. „Ef það væri ekki fyrir Ben þá hefði myndin ekki orðið að raunveruleika og ég mun alltaf gefa honum heiðurinn á því.“

Sjáðu klippuna hér að neðan.

Sjá einnig: Bennifer saman á ný á rauða dreglinum

Affleck sagði í viðtali við Extra að Lopez hafi verið frábær í myndinni. „Hún gaf allt sitt í myndina. Hún vann hörðum hörðum. Þú sérð alla hennar hæfileika, sem einhver sem ólst upp við að horfa á klassískar söngvamyndir. Hún gerir allt í þessari mynd,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim
Fókus
Í gær

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda