fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 18:30

Mynd/Samfylkingin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir það ómaklegt að þrýsta á þingflokk Samfylkingarinnar í máli þriggja vikna gamalla tvíbura sem var vísað úr landi í síðustu viku ásamt foreldrum sínum og tveggja ára bróður. Haukur segir ljóst að hvorki þingflokkur Samfylkingarinnar né ráðherrar flokksins geti átt nokkra lögformlega aðkomu að málinu.

Fjölskyldan er frá Dagestan sem tilheyrir Rússlandi en fjölskyldan kom hingað til lands í lok árs 2024 að sögn til að flýja ofsóknir rússneskra stjórnvalda. Móðir fjölskylduföðurins, systir hans og bróðir eru með varanlegt dvalarleyfi á Íslandi. Tvíburarnir eru fæddir hér á landi en taka þurfti þá með keisaraskurði. Fjölskyldunni var vísað til Króatíu en óttast er að þaðan verði henni aftur vísað til Rússlands.

Greint var frá því í fréttum Vísis að nokkurrar óánægju gætti meðal sumra þingmanna Samfylkingarinnar, þar á meðal forseta Alþingis Þórunnar Sveinbjarnardóttur, vegna málsins. Fyrrverandi þingmenn flokksins Helga Vala Helgadóttir og Oddný Harðardóttir hafa gagnrýnt þingmenn og ráðherra flokksins fyrir að bregðast ekki við í málinu.

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir hins vegar að málið sé ekki á borði þingflokksins og Haukur segir það laukrétt:

„Hið rétta er að um framkvæmdarvaldsverkefni er að ræða þar sem Útlendingastofnun tekur ákvörðun. Guðmundur Ari hefur því rétt fyrir sér. Ákvörðuninni má skjóta til Úrskurðarnefndar útlendingamála, sem er æðsti úrskurðaraðili slíkra mála hjá framkvæmdarvaldinu. Tökum eftir að dómsmálaráðherrann, sem er yfirmaður málaflokksins, hefur enga stöðu í málinu. Ef menn eru ósáttir við niðurstöðu framkvæmdarvaldsins má kæra niðurstöðu þess til dómstóla.“

Hvar framkvæmdarvaldið sé

Haukur minnir á að Alþingi setji lög en sjái ekki um að framkvæma þau og hvað þá kveða upp dóma á grundvelli þeirra og það sé ekki við hæfi að þrýsta á þingflokk Samfylkingarinnar um að beita sér í málinu og ástæðurnar séu þessar:

„Fyrirkomulagið byggir á þrískiptingu valdsins og þeir sem vilja að stjórnmálamenn hafi alræðisvald eru þá mótfallnir því – eða hvað?

Málsmeðferðarkerfi útlendingamála hjá framkvæmdarvaldinu byggir á valddreifingu, sem m.a. þýðir að fagleg úrskurðarnefnd á síðasta orðið í svona málum, ekki hinn pólitíski ráðherra. (Alþingi tók útlendingamál þannig sérstaklega frá pólitíkinni). Eru menn mótfallnir fagmennsku í stað pólitísks geðþótta?
Þá er Samfylkingin ekki með dómsmálaráðuneytið. Það er Viðreisn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sex fluttir með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Jökuldalsheiði

Sex fluttir með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Jökuldalsheiði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jón Gnarr fullur iðrunar: „Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra þetta“

Jón Gnarr fullur iðrunar: „Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra þetta“
Fréttir
Í gær

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést
Fréttir
Í gær

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður keyrði á 200 km/klst hraða yfir leyfilegum hámarksraða á hinu þýska Autobahn

Ökumaður keyrði á 200 km/klst hraða yfir leyfilegum hámarksraða á hinu þýska Autobahn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður fór með 40.000 króna sekt alla leið upp í Landsrétt – Kom í ljós að klúðrið var lögreglunnar en ekki ökumannsins

Ökumaður fór með 40.000 króna sekt alla leið upp í Landsrétt – Kom í ljós að klúðrið var lögreglunnar en ekki ökumannsins