fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Grétar Snær sleppur eftir að hafa veifað hnefanum í Víkinni í gær – KSÍ getur ekkert gert

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. október 2025 14:34

Það var gleði í Víkinni í gærkvöldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málskostnefnd KSÍ getur ekkert aðhafst út í atvik sem átti sér stað í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í gær. Ástæðan er sú að dómari leiksins dæmdi leikbrot. Þetta fékk 433.is staðfest frá Axeli Kára Vignissyni, lögfræðingi KSÍ.

Mjög athyglisvert atvik átti sér stað seint í leiknum þegar Grétar Snær Gunnarsson leikmaður FH mætti inn í teiginn í hornspyrnu, mundaði Grétar hnefana og reyndi að kýla til leikmanns Víkings.

Helgi Mikael Jónasson, þá dómari leiksins dæmdi brot en gerði ekkert meira í atvikinu. Í sjónvarpinu mátti sjá að Helgi hefði líklega átt að reka Grétar í sturtu en hann slapp með skrekkinn.

Málskostnefnd KSÍ starfar eftir reglum aga og úrskurðarnefndar, getur sú nefnd aðeins tekið atvik til greina ef dómarinn sér það ekki í leiknum og tekur ekki afstöðu til þess.

Í þessu tilviki dæmdi Helgi Mikael brot og því getur nefndin ekkert aðhafast í því. Grétar Snær þarf því ekki að óttast að málið verði tekið upp og hann þá dæmdur í leikbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Elíasi refsað af þjálfara sínum

Elíasi refsað af þjálfara sínum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Stóri Ange pirraður í gær – Fór að ræða foreldra blaðamannsins

Myndband: Stóri Ange pirraður í gær – Fór að ræða foreldra blaðamannsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klámstjarna birtir mynd sem vekur athygli – Varpar ljósi á heimsfrægan kærasta

Klámstjarna birtir mynd sem vekur athygli – Varpar ljósi á heimsfrægan kærasta
433Sport
Í gær

„Þetta sýnir hvað er stutt í geðveikina hjá íslensku þjóðinni“

„Þetta sýnir hvað er stutt í geðveikina hjá íslensku þjóðinni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas segir þrjósku hafa orðið til brottrekstursins – „Þó þetta sökki“

Tómas segir þrjósku hafa orðið til brottrekstursins – „Þó þetta sökki“