Ibrahima Konate vonast enn eftir því að fá betri samning hjá Liverpool. The Athletic fjallar um málið.
Konate verður samningslaus eftir tímabil og getur hann þá farið frítt annað. Er hann til að mynda sterklega orðaður við Real Madrid.
David Ornstein hjá The Athletic segir það þó ekki markmið Konate að fara. Draumaniðurstaðan sé að fá stóran og betri samning á Anfield.
Telur Konate sig eiga skilið samning sem endurspegli mikilvægi hans og hlutverk í liði Liverpool.
Viðræður hingað til hafa þó ekki gengið nægilega vel og er samkomulag ekki sagt nálægt því að vera í höfn.