Það er búið að reka Russell Martin úr stjórastarfinu hjá Rangers og Steven Gerrard gæti tekið við á nýjan leik.
Martin tók við í sumar en var í gær rekinn eftir hörmulega byrjun á leiktíðinni. Rangers er í áttunda sæti með 8 stig eftir sjö leiki, 11 stigum frá toppliði Hearts.
Það er því búið að reka hann og samkvæmt The Guardian kemur vel til greina að Gerrard taki við.
Hann þekkir vel til hjá Rangers og stýrði liðinu til Skotlandsmeistaratitilsins í fyrsta sinn í tíu ár vorið 2021.
Síðan hefur Gerrard stýrt Aston Villa og Al-Ettifaq en er frjáls ferða sinna eins og er. Hann er vinsæll meðal stuðningsmanna Rangers.