fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Elíasi refsað af þjálfara sínum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 11:03

Elías í viðtali á Íslandi fyrir nokkrum vikum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elíasi Rafni Ólafssyni landsliðsmarkverði var hent á bekkinn fyrir stórleik Midtjylland gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Var þjálfarinn Mike Tullberg að refsa honum fyrir að mæta ekki á fund í aðdraganda leiksins.

Þetta kemur fram á Bold, en Tullberg segir Elías hafa misst af fundi þar sem átti að fara yfir taktík. Eitt gangi yfir alla í slíkum málum og þá kemur ekki til greina að þeir byrji. Þess má geta að leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Parken.

Elías vann sér inn sæti aðalmarkvarðar í landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga og stóð sig afar vel gegn Aserbaísjan og Frökkum. Má því búast við að hann verði milli stanganna gegn Úkraínu og Frakklandi hér heima í undankeppni HM á komandi dögum.

Elías hefur verið í harðri baráttu við Jonas Lössl, sem er stórt nafn í danska boltanum, hjá Midtjylland undanfarin ár og því er atvik helgarinnar óheppilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær rándýr stjarna Liverpool undankomuleið strax eftir hörmulega byrjun?

Fær rándýr stjarna Liverpool undankomuleið strax eftir hörmulega byrjun?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svekktur að sjá ekki Gylfa Þór í landsliðshópnum – Nefnir mann sem hefði mátt víkja í staðinn

Svekktur að sjá ekki Gylfa Þór í landsliðshópnum – Nefnir mann sem hefði mátt víkja í staðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til breytingar á deild þeirra bestu – Verið að hjálpa stóru strákunum

Leggur til breytingar á deild þeirra bestu – Verið að hjálpa stóru strákunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum miðjumaður United gæti tekið tímabundið við verði Amorim rekinn

Fyrrum miðjumaður United gæti tekið tímabundið við verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ornstein fullyrðir að United sé ekkert að ræða það að reka Amorim

Ornstein fullyrðir að United sé ekkert að ræða það að reka Amorim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“