fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Myndband: Stóri Ange pirraður í gær – Fór að ræða foreldra blaðamannsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou var ekki í sérlega miklu stuði í viðtölum eftir 2-0 tap Nottingham Forest gegn Newcastle í gær, sem var fimmta tap liðsins í síðustu sjö leikjum undir hans stjórn.

Forest hefur ekki unnið leik í úrvalsdeildinni síðan í fyrstu umferð tímabilsins og er nú í 17. sæti deildarinnar. Það er kominn mikill hiti á Postecoglou, sem tók við liðinu eftir þrjá leiki á tímabilinu og hefur því ekki unnið enn.

Eftir 3-2 tap gegn FC Midtjylland í Evrópudeildinni í síðustu viku, þar sem stuðningsmenn sungu „Þú verður rekinn á morgun“, jókst pressan á Ástralann enn frekar.

Þegar hann var spurður eftir leikinn hvort hann væri sannfærður um að geta snúið genginu við, svaraði Postecoglou kaldhæðnislega: „Nei, þetta er búið spil,“ en hélt áfram.

„Af hverju má ekki eitthvað vera erfitt? Ég er viss um að foreldrar þínir hafa þurft að berjast í gegnum lífið og ekki gefist upp. Þannig lít ég á þetta.“

Postecoglou sagði jafnframt að hann ætti von á fundi með eiganda félagsins, Evangelos Marinakis, í landsleikjahlénu þar sem farið yrði yfir stöðu mála.

Forest mætir Chelsea næst í deildinni eftir hléið, áður en liðið tekur á móti Porto í Evrópudeildinni og fer svo í erfiða útileik gegn Bournemouth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær rándýr stjarna Liverpool undankomuleið strax eftir hörmulega byrjun?

Fær rándýr stjarna Liverpool undankomuleið strax eftir hörmulega byrjun?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svekktur að sjá ekki Gylfa Þór í landsliðshópnum – Nefnir mann sem hefði mátt víkja í staðinn

Svekktur að sjá ekki Gylfa Þór í landsliðshópnum – Nefnir mann sem hefði mátt víkja í staðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til breytingar á deild þeirra bestu – Verið að hjálpa stóru strákunum

Leggur til breytingar á deild þeirra bestu – Verið að hjálpa stóru strákunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum miðjumaður United gæti tekið tímabundið við verði Amorim rekinn

Fyrrum miðjumaður United gæti tekið tímabundið við verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ornstein fullyrðir að United sé ekkert að ræða það að reka Amorim

Ornstein fullyrðir að United sé ekkert að ræða það að reka Amorim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“