Það er kominn út nýr þáttur af Íþróttavikunni, eins og alla föstudaga hér á 433.is.
Helgi Fannar Sigurðsson stýrir þættinum og fór Jóhann Skúli Jónsson, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Draumaliðið, yfir vikuna með honum í þetta skiptið.
Fréttir vikunnar, íslenski boltinn, boltinn úti í heimi og fleira var á dagskrá þennan daginn.
Þá ræðir Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF gul spjöld og leikbönn í umspili Lengjudeildarinnar, sem mikið hefur verið í umræðunni, í lok þáttar.
Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér ofar eða á helstu hlaðvarpsveitum.