fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Fókus
Föstudaginn 12. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Páll Imsland fjárfestir og framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands hefur sett einbýlishús sitt við Köldulind í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 247,9 milljónir króna.

Húsið, sem er byggt árið 1999 og teiknað af Kjartani Sveinssyni, er 328,6 fm, þar af er bílskúrinn 52,9 fm. Húsið er innst í botnlanga með opin svæði í kring, ofan götu með frábært útsýni.

Húsið skiptist í anddyri, gestabaðherbergi og þrjú svefnherbergi á neðri hæð. Innangengt í bílskúr frá gangi. 

Á efri hæð er stofa með arinn og útgengt á sólríka timburverönd með heitum potti, eldhús, borðstofa sem er í dag nýtt sem sjónvarpsstofa, hjónaherbergi með en-suite baðherbergi og útgengt á verönd, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu