fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 6. september 2025 11:30

Steffý og Ronni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Steffý Þórólfsdóttir viðurkennir að það hafi verið smá áfall að komast að því að hún væri ólétt en það var ekki á dagskrá strax hjá henni og kærasta hennar, Runólfi Bjarka. Þau voru bara búin að vera saman í níu mánuði á þeim tíma.

Steffý er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Steffý varð móðir fyrir rétt rúmu ári síðan og nýtur mikilla vinsælda á TikTok fyrir að ræða opinskátt um móðurhlutverkið og önnur persónuleg málefni.

„Ég komst að því 2. janúar 2024 að ég væri ólétt,“ segir Steffý, sem þá var 24 ára. „Þannig nýja árið byrjaði með trompi.“

Hún segir að það hafi verið mjög mikið sjokk að fá jákvætt próf. „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði,“ segir hún og bætir við að þetta hafi ekki beint verið á planinu, allavega ekki strax.

„Það tók alveg nokkra daga að ákveða hvað við vildum gera. Við fórum til fjölskylduráðgjafa og allt, af því við vildum bara gera þetta rétt af því að við vorum einmitt bara búin að vera saman svo stutt. Og við vorum með plön og þetta náttúrulega breytir öllu. Breytir öllu bara í lífinu, en í alvörunni til hins betra. Við erum mjög ánægð með ákvarðanirnar sem við tókum.“

Mynd/Instagram @steffythorolfs

„Að vera ólétt og fá þessar fréttir“

Meðgangan var erfiður tími fyrir Steffý, bæði andlega og líkamlega. Hún ræðir betur um andlega hlutann og áreitið sem hún þurfti að þola í þættinum.

Sjá einnig: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn

Hvert áfallið dundi á fætur öðru á þessum níu mánuðum. Fyrst greindist Steffý með frumubreytingar, gengin þá tíu vikur á leið.

„Að vera ólétt og fá þessar fréttir… bréfið er svo formlegt og maður veit ekki hvað þetta þýðir […] Ég hafði líka miklar áhyggjur af því hvað þetta þýddi fyrir fóstrið,“ segir Steffý. Eftir smá óvissu fékk loksins Steffý góðar fréttir og allt fór vel, hún bíður enn eftir að fara í keiluskurð og segist bera fullt traust til læknanna.

Borðaði hráan kjúkling

Nokkrum vikum seinna dundi annað áfall þegar Steffý fékk E. coli sýkingu. Hún borðaði óvart hráan kjúkling á árshátíð og nokkrum dögum seinna varð hún svo veik að hún var lögð inn á spítala í tvo daga. Aftur óttaðist hún um litla lífið sem óx innra með henni, en sem betur fer jafnaði hún sig og ófæddi sonurinn hlaut engan skaða.

Hún rifjar upp þegar læknir sagði henni óvart kynið á drengnum, en fram að þessu var Steffý viss um að hún ætti von á stelpu. „Tengdamóðir mín er mjög næm, hún sagði að henni liði eins og þetta væri stelpa og ég trúði því. Þannig þegar læknirinn sagði: „Það er í góðu lagi með hann.“ Þá leiðrétti hann og sagði: „Það er í góðu lagi með hana.“ Þá fattaði læknirinn og sagði ekki meira,“ segir Steffý og bætir við að það hafi því verið sjokk, en skemmtilegt, að komast að því að þetta væri svo drengur þegar parið hélt kynjaveislu nokkrum vikum seinna.

Seinna á meðgöngunni greindist Steffý með meðgöngusykursýki og undir lokin með meðgöngueitrun og var í kjölfarið sett af stað gengin 39 vikur.

Meðgangan reyndist Steffý því mjög erfið líkamlega, en andlega var mikið í gangi. Áreiti sem endaði á borði lögreglu. „Mér leið eins og heimurinn væri að segja: Þú átt ekki að vera mamma,“ segir Steffý einlæg. Hún ræðir nánar um meðgönguna, veikindin og áreitið í þættinum sem er hægt að hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Steffý á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku