fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi formaður VR, segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætti að líta sér nær.

Guðrún skaut föstum skotum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í pistli á samfélagsmiðlum í morgun í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum.

„Í aðdraganda kosninga hét forsætisráðherra því að hún myndi negla vextina niður með sleggju. Nú er staðan sú að sleggjunni hefur ekki verið lyft og slagkraftur hennar er enginn. Verðbólga er enn mikil, húsnæði dýrt og vextir háir,” sagði Guðrún meðal annars.

Sjá einnig: Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Ragnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni að ef rýnt er í stöðuna þurfi bæði Samtök atvinnulífsins og formaður Sjálfstæðisflokksins að líta sér nær.

„Helstu drifkraftar vísitölunnar [verðbólgu, innsk.blm) síðustu mánuði hafa verið húsnæði, flugfargjöld, hótel og veitingastaðir, dagvöruverð ofl. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnulífið sýni nokkra viðleitni eða ábyrgð í að ná niður verðbólgu og þannig vöxtum, þrátt fyrir fögur fyrirheit og skuldbindingu þar um við gerð síðustu kjarasamninga á almennum markaði. Þvert á móti benda árshlutauppgjör dagvörurisanna og stærri fyrirtækja hið gagnstæða. Þau ætla sér ekki að taka nokkurn þátt eða ábyrgð.”

Ragnar Þór heldur áfram:

„Steininn tekur svo úr þegar kemur að húsnæðismarkaðnum þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins telur helsta vandann vera að þrengt hafi verið of mikið að einkaframtakinu, sem er til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf.“

Ragnar Þór segir að Samtök atvinnulífsins hafi gagnrýnt að ekki hafi verið kynntar sérstakar aðgerðir sem styðja við uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum á sama tíma þegar Viðskiptaráð, sem hann segir vera málpípu SA, hafi sent kæru til ESA vegna stuðnings stjórnvalda við uppbyggingu óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Þá hafi Viðskiptaráð lagt til að hlutdeildarlán verði afnumin.

„Staðan í íslensku efnahagslífi er grafalvarleg og hana þarf að taka alvarlega. Það mun taka tíma að vinda ofan af óstjórn efnahagsmála síðustu ára, og vanrækslu fyrri ríkisstjórnar gagnvart hrikalegri stöðu á húsnæðismarkaði. Það eru bjartari tímar. Til valda er komin ríkisstjórn sem ætlar að breyta af leið. Við höfum sýnt það í verki.“

Ragnar Þór segir að það muni taka tíma að lagfæra það sem miður hefur farið í okkar ríka og öfluga landi. Það verði áskorun að gera það undir linnulausri mótspyrnu og andstöðu þeirra sem gæta sérhagsmuna í einu og öllu.

„Þau sýna það svo sannarlega í verki. Þann 9. september næstkomandi verður þingsetning og mun nýr stjórnarmeirihluti fá heilan þingvetur til vinnu og góðra verka. Með samheldni og festu að leiðarljósi munum við halda áfram að setja fólkið í landinu í fyrsta sæti, svo allt hitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla