fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. ágúst 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara smá grát­legt,“ seg­ir Sara Júlíusdóttir, nemandi á þriðja ár í grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands, í athyglisverðu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Þar lýsir Sara upplifun sinni af náminu og kallar eftir áherslubreytingum þannig að nemendur komi betur undirbúnir til starfa í skólunum að námi loknu.

Í viðtalinu segir Sara að of mikill tími fari í föndur og leiki en ekki sé nógu mikil áhersla lögð á það sem raunverulega skiptir máli.

„Mér finnst ég ekki búin að læra neitt í þessu námi sem mér finnst ég geta nýtt þegar ég fer að vinna við kennslu,“ seg­ir Sara í viðtalinu og bendir á að hún viti til dæmis ekkert um bekkjarstjórn eða einelti eða hvernig eigi að takast á við hegðunarvandamál.

„Við vit­um hvernig þetta er í dag, börn með grein­ing­ar, eins og ein­hverfu, fá ekki alltaf stuðning og kenn­ar­ar þurfa að tak­ast á við það. Við lær­um ekk­ert um það. Að nota Mentor, gefa ein­kunn­ir og búa til hæfniviðmið. Það er ekk­ert fjallað um þetta í nám­inu,“ segir hún meðal annars við Morgunblaðið.

Hún segist vissulega vilja læra alls konar skapandi greinar og fá hugmyndir um leiki, föndur og fleira. „En ég þarf ekki að gera það, ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti,“ segir hún við Morgunblaðið þar sem ítarlega er rætt við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Í gær

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“