fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Eyjan
Mánudaginn 11. ágúst 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestum er í fersku minni hið gegndarlausa málþóf sem stjórnarandstaðan viðhafði í veiðigjaldamálinu í vor og langt fram á sumar. Margir hafa velt fyrir sér hvað stjórnarandstöðuþingmönnum gekk til og ýmsar kenningar verið á lofti í þeim efnum. Einna helst hefur verið talið að ítök stórútgerðarinnar innan stjórnarandstöðuflokkanna séu svo alger að á þeim bæjum þori þeir, sem einhvern frama vilja, ekki annað en að gera nákvæmlega það sem stórútgerðin mælir fyrir um.

Orðið á götunni er að Miðflokkurinn og Framsókn hafi látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig á asnaeyrunum í málþófinu. Vitaskuld þurfi Framsókn ávallt að hlýða Þórólfi kaupfélagsstjóra í Skagafirði eins og dæmin sýni og svo þétt sé samstaða Sjálfstæðisflokks og Miðflokks að ekki bregði fyrir birtu á milli. Samt sem áður réðu Sjálfstæðismenn för.

Orðið á götunni er að þótt Sjálfstæðismenn beri fyrir sig þjóðarhag og umhyggju fyrir hinum dreifðu byggðum þegar þeir berjast gegn því að útgerðinni sé gert að greiða eðlilegt endurgjald fyrir afnot af dýrmætri þjóðarauðlind bú þar annað að baki. Sjálfstæðismenn líti svo á og hafi lengi gert að sjávarútvegurinn og fiskurinn í sjónum sé þinglýst eign Sjálfstæðisflokksins og fjárhagslegra bakhjarla hans.

Orðið á götunni er að í ljósi þessa sjálftekna „eignarréttar“ Valhallar á fiskinum í sjónum sé auðveldara að skilja þá skelfingu og það móðursýkislega uppnám sem greip marga þingmenn flokksins, m.a. formanninn og varaformanninn, í hinum endalausu „umræðum“ um leiðréttingu veiðigjalda á þingi fyrr í sumar.

Jens Garðar Helgason, varaformaður flokksins, sagði það vera „heilaga skyldu“ sína að koma í veg fyrir samþykkt leiðréttingarinnar og mátti skilja hann svo að þessi „heilaga skylda“ væri við þjóðina og kjósendur í landinu. Í ljós kom hins vegar að þarna hefur hann vísast bara átt við „heilaga skyldu“ við uppkomin börn sín, sem eru erfingjar að milljarðakvóta, jú og við Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðismenn fóru offari í málþófinu og virtust ekki búnir að átta sig á því að sl. vetur fóru fram þingkosningar þar sem kjósendur höfnuðu flokknum og stefnu hans, en Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á sjö ára stöðnun og hnignun innviða í ríkisstjórnarsamstarfi með VG og Framsókn. Þingmenn flokksins töluðu digurbarkalega um að ef þeir ætti að „hleypa í gegn“ leiðréttingu veiðigjalda yrði leiðréttingin að vera sú sem þeir vilja en ekki ríkisstjórnin. Annars færi málið einfaldlega ekki í gegn. Svo fóru þeir á límingunum þegar forseti Alþingis beitti lýðræðisákvæði þingskapalaganna og stöðvaði málþófið og lét greiða atkvæði um málið. Þingmeirihlutinn hafði sitt í gegn eins og vera ber.

Orðið á götunni er að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009 hafi Sigurður Kári Kristjánsson, þáverandi þingmaður flokksins, óvart misst út úr sér freudísk mismæli (e. Freudian Slip) er hann sagði í ræðu: „Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni …“ Þetta snýst nefnilega um það að Sjálfstæðisflokkurinn á þetta og má þetta. Allir aðrir eru boðflennur sem eiga ekki að vera í boðinu.

Hér má sjá stutt myndskeið úr ræðu Sigurðar Kára:

Sigurður Kári - Landsfundur 2009
play-sharp-fill

Sigurður Kári - Landsfundur 2009

Orðið á götunni er að forvitnilegt verði að fylgjast með Sjálfstæðismönnum þegar þing kemur saman eftir fjórar vikur. Þeir hafa aldeilis sýnt á spilin sín eftir að málþófið var stöðvað og nú er það Evrópa og ESB sem á hug þeirra allan. Sjálfsagt líta þeir á það sem „heilaga skyldu“ sína að koma með öllum ráðum í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna.

Orðið á götunni er að það ofurkapp sem Sjálfstæðismenn leggja á að þjóðin fái ekki að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna stafi af því að þeir vita að þau „rök“ sem þeir halda fram gegn inngöngu Íslands í ESB eru hræðsluáróður sem á sér enga stoð. Það er um heilmargt að semja og Sjálfstæðismenn vita að allar líkur eru á því að Ísland fái mjög góðan aðildarsamning sem þjóðin muni samþykkja þegar hann kemur til atkvæðagreiðslu. Þess vegna gengur heráætlun Valhallar út á að koma í veg fyrir að aðildarviðræður haldi áfram.

Myndskeið sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti saman fyrir nokkrum árum gefur innsýn í hugarheim Sjálfstæðismanna sem geta ekki unnt þjóðinni þess að fá eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarinnar af sameiginlegi þjóðarauðlind og má ekki til þess hugsa að almenningur í landinu verði leystur úr fjötrum okurvaxta og óstöðugleika krónuhagkerfisins, sem útgerðin og önnur stórfyrirtæki eru fyrir löngu búin að segja skilið við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Hide picture