fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður telur langsótt að íslenska ríkið geti verið bótaskylt vegna harmleiksins í Reynisfjöru á laugardag þar sem 9 ára þýsk stúlka drukknaði. Í pistli á Facebook-síðu sinni bregst Sigurður við grein sem Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, birti á Vísi á mánudag. Sjá einnig hér.

Róbert telur að íslenska ríkið geti verið brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu hafi ekki verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum. Ekkert slíkt lagafrumvarp hafi verið lagt fram á Alþingi. Róbert segir að í þessu samhengi þurfi að gera greinarmun á slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum, þar sem hægt er að stýra aðgangi ferðamanna, og slysum á ótroðnum slóðum. Samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins.

Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila, frá árinu 2022, þar sem lagt er til að kannaðar séu forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum með það markmiða að vinna gegn slysum og efla varnir á tilteknum svæðum. Slíkt lagafrumvarp hefur ekki verið lagt fram.

Ekki náttúruhamfarir

Sigurður bendir á í pistli sínum að þau tilvik þar sem reynt hafi á umrætt ákvæði mannréttindasáttmálans tengist náttúruhamförum. Banaslys vegna mikils öldugangs af völdum vinds og hafróts í Reynisfjöru sé hins vegar ekki afleiðingar náttúruhamfara. Sá sem sæki slíkan stað heim, sem og aðra ferðamannastaði, geri það á eigin ábyrgð og verði að haga sér í samræmi við það. Láti ferðalangur lífið í slíkri heimsókn geti hvorki landeigandi né ríkið orðið bótaskylt:

„Séu ferðamenn í skipulagðri ferð undir farsrstjórn hvílir sú skylda á fararstjóra að stýra för skjólstæðinga sinna og tryggja að því marki sem hægt er, að þeir fari sér ekki að voða. Sé misbrestur á fararstjórn kann fararstjóri eða vinnuveitandi hans að vera fundin ábyrgur að fullnægðum áðurgreindum skaðabótaskilyrðum.“

Sigurður telur ályktanir Róberts vera langsóttar:

„Það er hins vegar mjög langsótt hjá Róberti að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að setja lög um hvernig góðir og gegnir ferðaþjónustuaðilar og eigendur vinsællra ferðamannastaða skuli bera sig að frá degi til dags svo ferðamenn fari sér ekki að voða við að skoða náttúru Íslands, þar sem mjög sjaldan er á vísan að róa veðurfarslega.

Ef það er eitthvað, sem íslensk ferðaþjónusta þarf ekki, þá er það hvorki aukið regluverk né meira eftirlit. Nægan skaða hefur það regluverk og eftirlit sem nú þegar er til staðar valdið hluta ferðamannaiðnaðarins svo sem hvalaskoðun.

Sá sem gengur til leiks við náttúru Íslands verður samkvæmt grunnreglu skaðabótaréttar einn að bera ábyrgð á afleiðingum eða úrslitum þess leiks, en ekki ríkið.“

Pistil Sigurðar má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“