fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. ágúst 2025 12:00

The Naked Gun var frumsýnd í gær á Íslandi og fólk er hrifið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurgerðin af  kvikmyndinni The Naked Gun, eða Beint á ská eins og hún var kölluð á sínum tíma, er að slá í gegn bæði hjá bíógestum og gagnrýnendum. Sagt er að fyndnasta mynd ársins sé komin út.

Margir höfðu efasemdir þegar fregnir bárust af því að verið væri að endurvekja seríuna um Frank Drebin og lögreglusveitina þar sem leikarinn Leslie Nielsen, heitinn, sló eftirminnilega í gegn. Fyrst voru gefnir út sjónvarpsþættir árið 1982 og síðan þrjár bíómyndir á árunum 1988 til 1994 sem skörtuðu meðal annars leikurnum Pricillu Presley, George Kennedy og O.J. Simpson.

„Detta á rassinn“ húmorinn kominn til baka

Margir töldu að húmor af þessu tagi, það er „detta á rassinn“ húmor (e. slapstick), væri einfaldlega genginn sér til húðar fyrir margt löngu. Þá hafði fólk einnig sérstaklega miklar efasemdir um að Liam Neeson myndi valda hlutverki Frank Drebin, en Neeson er fyrst og fremst þekktur fyrir hasarmyndir og drama.

En efasemdaraddirnar eru nú allar þagnaðar því að The Naked Gun, sem var frumsýnd á Íslandi í gær, er að slá rækilega í gegn. Bæði hjá bíógestum og hjá gagnrýnendum. Sagt er að um sé að ræða fyndnustu mynd ársins.

„Ein af fyndnustu myndum síðari tíma… Þetta er nákvæmlega það sem ég hef saknað í gamanmyndum,“ segir gagnrýnandinn Rachel Leishman hjá miðlinum The Mary Sue.

„Ein af djörfustu gamanmyndum í mörg ár, sem hefur uppskorið mesta hlátur sem ég hef nokkurn tímann heyrt á blaðamannasýningu,“ segir David Gonzalez hjá The Cinematic Reel.

„Þetta er mjög, mjög, mjög , mjög, mjög, mjög, mjög, mjög, mjög, mjög, mjög, mjög, mjög, mjög, mjög fyndið,“ segir William Bibbiani hjá The Wrap.

Engu verri en upprunalegu myndirnar

Er lofið svo gott sem einróma. Er nefnt að The Naked Gun sé í raun fyrsta stóra grínmyndin sem hafi komið út lengi. Grínið hafi verið deyjandi form í kvikmyndagerð og varla nein alvöru grínmynd gerð fyrir kvikmyndahús lengur.

Þá er einnig sagt að myndin sé engu verri en upprunalegu myndirnar. Sem og að hún gæti orðið brautryðjandi fyrir fleiri myndir af sama kalíberi. Það er að hún hrindi af stað nýrri bylgju grínmynda.

Íslendingar hrifnir

Hér á Íslandi virðist sem myndin sé einnig að vekja kátínu. Það er ef marka má umræður á Facebook grúbbunni Kvikmyndaáhugamenn.

„Naked Gun er fyndin…… svo gott að geta sagt það ég hló endalaust,“ segir einn.

„Ég urlaðist yfir henni!“ segir önnur.

Liam og Pamela

Þá má einnig nefna að mikil umræða hefur skapast um ástarsamband tveggja aðalstjarna myndarinnar, Liam Neeson og Pamelu Anderson.En fyrir rúmri viku síðan byrjaði það að kvissast út að þau væru að stinga saman nefjum.

Sjá einnig:

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

„Þetta er rómantík á fyrstu skrefum. Þetta er alvöru, það er greinilegt að þau eru hrifin af hvort öðru,“ sagði ónefndum samstarfsmaður þeirra við tímaritið People.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“