fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stjórnandi Samstöðvarinnar og fyrrum formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og Þór Saari fyrrverandi alþingismaður og fyrrum frambjóðandi Sósíalista deildu kröftuglega á hinu líflega spjallsvæði, Rauði Þráðurinn á Facebook. Deiluefnið var þriðja manneskjan, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Upphafið að deilunum var færsla Gunnars Smára um nýjan vinstri flokk í Bretlandi en einn helsti forystumaður hans er Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins, en Corbyn kom til Íslands og hélt fyrirlestur á vegum Sósíalistaflokksins á meðan Gunnar Smári var þar í forystu. Hann skrifar um nýja flokkinn í Bretlandi:

„Lausnin er ekki aðeins að byggja upp flokk heldur að byggja upp breiða fylkingu almennings í allskyns samtökum og félögum, skrifar Jeremy Corbyn, og er með svipaða greiningu á stöðu stéttabaráttunnar og lá að baki uppbyggingu og starfi Sósíalistaflokksins fram að síðasta aðalfundi.“

Þessu svarar Þór með því að vísa til þess að Sólveig Anna yfirgaf Sósíalistaflokkinn áður en Gunnari Smára og öðrum í forystu flokksins var skipt út á umdeildum aðalfundi:

„Það er alveg rétt og því var skrítið að hrekja formann eins stærsta stéttafélags landsins á braut. Það er ekki nóg að brenna fyrir málefninu, það þarf að vanda sig, alltaf.“

Rifrildi við mæður

Gunnar Smári mótmælti þessari staðhæfingu harðlega og sagði brotthvarf Sólveig Önnu ekkert hafa með þáverandi flokksforystu að gera:

„Hver hrakti þann formann burt? Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna. Sé ekki hvernig það kemur Sósíalistaflokknum við. Nema krafan sé að enginn félagi í flokknum andmæli þessum formanni í neinu. Magnað að þú takir þátt í að boða út slíkt erindi.“

Þór vildi hins vegar meina að þarna væri Gunnar Smári að fara frjálslega með sannleikann:

„Það var félagi í stjórn flokksins sem gerði það, það veistu vel, og það út af einhverjum smámunum. Þess vegna sagði ég að það þarf að vanda sig. Menn nenna ekki að vera í flokki þar sem mórallinn er svoleiðis.“

Hreinsanir

Gunnar Smári virtist verulega ósáttur við þetta svar og hélt áfram að hnýta í Sólveigu Önnu og núverandi forystu Sósíalistaflokksins:

„Og hvaða máli skiptir þótt félagi í stjórn flokksins sé ósammála formanni verkalýðsfélags og andmæli honum þegar formaðurinn boðar einhvers konar anti-vók og fær mikið klapp og fögnuð frá últra hægrinu? Vilt þú flokk þar sem mórallinn er sá að ekki megi andmæli formönnum verkalýðsfélaga? Ekki vil ég vera í slíkum flokki. Enda sýnist mér fólkið sem stóð að yfirtökunni vera að boða hreinsanir. Þau hafa þegar kært fyrrum félaga sína til lögreglunnar fyrir að hafa fylgt samþykktri stefnu sem yfirtökuliðinu var ekki að skapi. Þetta eru svona afturvirkar ákvarðanir, verið að endurskrifa söguna. Gagnrýni á forystuna er bönnuð á spjallsvæði flokksins. Og nú eru boðaðar hreinsanir, að fólk sem ekki drýpur höfði og hlýðir Sæþóri Benjamín[Randalsson, núverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins] verði rekið úr flokknum. Magnað að þú skulir njóta þín í svona flokki.“

Þetta vildi Þór meina að væri ekki sannleikanum samkvæmt:

„Það er einfaldlega allt rangt í þessu svari þínu, Smári.“

Batt þá Gunnar Smári enda á rifrildið með nokkuð hvössum hætti:

„Jæja, góði. Ég tel mig ekki vera í neinu prófi hjá þér. Vonandi skemmtirðu þér vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Í gær

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Í gær

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Í gær

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Í gær

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket