fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fókus

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Fókus
Laugardaginn 26. júlí 2025 13:30

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon fyrrum þingmaður og útvarpsstjóri og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum fagnaði 24 ára edrúafmæli í gær. Greinir hann frá tímamótunum í opinni Facebook-færslu og rifjar upp skrefið sem hann tók til að hætta að drekka fyrir 24 árum:

„Mér finnst ekkert mjög langt síðan ég gekk frekar niðurlútur inn á meðferðarstofnun vestur í Kaliforníu til að leita mér hjálpar við alkóhólisma. Mér fannst þá að það gætu ekki verið mjög margir í heiminum sem væru meiri aumingjar en ég. Ég skipti þó um skoðun nokkru síðar. Í dag, 25. júlí, eru þó liðin 24 ár síðan þetta gerðist og ég hef verið edrú síðan. Einn dag í einu.“

Páll þakkar síðan fyrir sig en greinir um leið frá því að ráðgjafi hans í meðferðinni í Kaliforníu hafi ekki borið mikla trú í brjósti fyrir hans hönd:

„Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig; fjölskyldu, vinum, samferðarfólki í AA-samtökunum og kannski síðast en ekki síst ráðgjafanum mínum fyrir vestan. Hann kvaddi mig með þeim orðum að honum þætti ekki líklegt að ég yrði edrú lengi. Taldi mig þannig innréttaðan að það tæki mig ekki langan tíma að sannfæra sjálfan mig um að ég væri alls enginn alkóhólisti. Von mín fælist í því að viðhalda áhuganum á sjúkdómnum og óttanum við hann. Og sem betur fer er ég enn bæði áhugasamur og hræddur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grunur um að Leonardo Di Caprio sé byrjaður á Ozempic – „Fæturnir eru eins grannir og á kærustunni“

Grunur um að Leonardo Di Caprio sé byrjaður á Ozempic – „Fæturnir eru eins grannir og á kærustunni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“

Fullyrðir að innflytjendur hafi skapað vandamál á fæðingardeild – „Ákveðnir menn úr múslimaheiminum hafa verið að sýna af sér alvarlega framkomu“