fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fréttir

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri eru jákvæðir gagnvart Borgarlínunni en neikvæðir samkvæmt nýrri könnum Prósents en þar sést að stuðningur við Borgarlínuna hefur aukist og að það er helst unga fólkið sem sér fyrir sér að nota hana.

Alls sögðust 42 prósent vera með jákvætt viðhorf gagnvart Borgarlínu. 23 prósent voru hvorki né og 35 prósent voru neikvæð. Síðast kannaði Prósent viðhorf gagnvart Borgarlínu í september árið 2023 en þá voru 39 prósent jákvæð og 40 prósent neikvæð.

Mestur er stuðningurinn meðal svarenda á aldrinum 18-24 ára en þar eru 61 prósent jákvæð en aðeins 16 prósent neikvæð. Minnstur er stuðningur meðal svarenda á aldrinum 55-64 ára en þar eru 53 prósent á móti en aðeins 27 prósent með.

Eðlilega er stuðningurinn meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, 46 prósent eru jákvæð á höfuðborgarsvæðinu en 34 prósent á landsbyggðinni. Hlutfall neikvæðra er þó svipað.

38 prósent aðspurðra sögðu líklegt að þau muni nota Borgarlínuna þegar hún verður tilbúin en 50 prósent telja það ólíklegt. Unga fólkið sagðist líklegast til að nota Borgarlínuna, eða 68 prósent, og helmingur svarenda í Reykjavík sagðist líklegri til að nýta ferðamátann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Ægisson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fólk áttar sig ekki á því að hve miklu leyti Ísland er hluti af Evrópusamfélaginu“

„Fólk áttar sig ekki á því að hve miklu leyti Ísland er hluti af Evrópusamfélaginu“