fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júlí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Jim Ratcliffe eigandi og stjórnandi Manchester United boðaði æðstu menn félagsins til Íslands til að funda um stöðuna og hvað planið sé.

Þannig segir frá því í Athletic í dag að Omar Berrada framkvæmdarstjóri félagsins og Jason Wilcox yfirmaður knattspyrnumála séu mættir til Íslands til að funda með Ratcliffe.

Ratcliffe eyðir miklum tíma á Austurlandi þar sem hann hefur keypt mikið landsvæði og einnig á hann mikið magn af laxveiðiám hér á landi.

Getty Images

Einkaflugvélar hans sjást reglulega á flugvellinum á Egilsstöðum og eru merktar fyrirtæki hans, Ineos.

Fjallað hefur verið um að Ratcliffe hafi keypt landsvæði fyrir um 7 milljarða hér á landi en hann er fimmti ríkasti maður Bretlands.

Berrada og Wilcox funda nú með Ratcliffe á Íslandi þar sem reynt er að finna lausn í málum United, ekkert hefur gengið á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Talið er að þeir félagar hafi smíðað 70 milljóna punda tilboð United í Bryan Mbeumo sóknarmann Brentford á Íslandi í gær, ekki er komið á hreint hvort það verði samþykkt.

Wilcox og Berrada fljúga frá Íslandi í kvöld eða í fyrramálið og halda til Svíþjóðar þar sem United mætir Leeds í æfingaleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eru við það að skrifa undir risasamning við nýjan styrktaraðila

Eru við það að skrifa undir risasamning við nýjan styrktaraðila
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

David Moyes reynir að kaupa landsliðsmann Brasilíu

David Moyes reynir að kaupa landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Í gær

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu