Víkingur Reykjavík bauð upp á sýningu á heimavelli sínum í kvöld er liðið mætti liði Malisheva.
Um var að ræða leik í Sambandsdeildinni en fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Víkinga.
Sigurinn í kvöld var aldrei í hættu og setti liðið nýtt Íslandsmet með 8-0 sigri en það er stærsti sigur í sögu íslensk liðs í Evrópu.
Nikolaj Hansen skoraði þrennu í þessum leik en staðan var 5-0 fyrir Víkingum eftir fyrri hálfleikinn.
Víkingar bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik en Malisheva missti mann af velli er 18 mínútur voru eftir.