Chelsea er loksins að skrifa undir samning við nýjan styrktaraðila sem verður framan á treyjum félagsins næsta vetur.
Frá þessu greinir Telegraph en Chelsea spilaði allt síðasta tímabil án aðal styrktaraðila og einnig á HM félagsliða í sumar.
Telegraph segir að Chelsea sé í viðræðum við ákveðin fyrirtæki og ef samningar nást mun enska félagið þéna allt að 100 milljónir punda.
Fleiri félög sýndu Chelsea áhuga eftir sigur á HM félagsliða en liðið mun einnig spila í Meistaradeildinni í vetur.
Fyrirtækin eru ekki nafngreind en félagið hefur undanfarin tvö ár gert stutta samninga við bæði Infinite Athlete og DAMAC properties.