Íslenska kvennalandsliðið endar EM í Sviss án þess að vinna leik en liðið spilaði við Noreg nú í kvöld.
Ísland var úr leik fyrir viðureign kvöldsins eftir tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð og svo gegn Sviss í þeirri annarri.
Ísland skoraði þrjú mörk í leiknum sem dugði ekki til en Noregur skoraði fögur og endar riðilinn með fullt hús stiga.
Guðrún Arnardóttir mætti í viðtal eftir leik og hafði þetta að segja eftir lokaleikinn.
,,Eins og við sögðum eftir síðasta leik þá ætluðum við að komast upp úr riðlinum og ætluðum okkur sigur í dag svo jú þetta eru vonbrigði,“ sagði Guðrún.
,,Það vantaði upp á þéttleikann, við vorum sundurslitnar og þær náðu að spila í gegnum miðjuna sem þær vilja gera.“
,,Við vorum sárar eftir síðasta leik og það tók alveg einn dag að ná því úr sér en okkur langaði rosalega mikið að ná í sigur fyrir okkur og fólkið sem studdi okkur í gegnum súrt og sætt.“