fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 20:56

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn hálfgerðu varaliði Noregs, 4-3, í lokaleik sínum á EM. Liðið fer því stigalaust af mótinu eftir að miklar væntingar höfðu verið gerðar til liðsins. Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir – 5
Á sennilega að gera betur í fjórða marki Norðmanna, en gerði sitt annars nokkuð vel.

Guðrún Arnardóttir – 4
Ekki nógu örugg í stöðu vinstri bakvarðar. Hennar bestu mínútur á mótinu komu í miðverði.

Glódís Perla Viggósdóttir – 5
Allt í lagi frammistaða og skorar mark, en hluti af varnarlínu sem fær á sig fjögur mörk.

Ingibjörg Sigurðardóttir – 4
Átti furðuleg hlaup út úr vörninni og misheppnuð sending hennar átti stóran þátt í öðru marki Norðmanna.

Sædís Rún Heiðarsdóttir – 5
Gerði sitt nokkuð vel.

Hildur Antonsdóttir (58′) – 3
Sást afar lítið til hennar varnar- og sóknarlega.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (71′) – 3
Eins og á öllu mótinu kom allt of lítið út úr henni. Var í raun týnd. Mikil vonbrigði frá okkar hæfileikaríkasta leikmanni.

Alexandra Jóhannsdóttir – 6
Á stóran þátt í marki Íslands með því að ná að skalla boltann í átt að markinu eftir horn. Lítur kannski ekki of vel út í öðru marki Norðmanna en er enginn greiði gerður með misheppnaðri sendingu Ingibjargar úr vörninni. Líflegasti leikmaðurinn á dapri miðju Íslands.

Sveindís Jane Jónsdóttir – 7
Skoraði mark, lagði uppp, sýndi góð tilþrif og var almennt ógnandi. Okkar langhættulegasti leikmaður fram á við.

Sandra María Jessen (71′) – 4
Dugnaður og vinnusemi en ekki mikið meira um það að segja.

Katla Tryggvadóttir (58′) – 5
Þokkaleg innkoma í byrjunarliðið hjá þessum afar efnilega leikmanni. Nálægt því að skora mark.

Varamenn
Dagný Brynjarsdóttir (58′) – 5
Agla María Albertsdóttir (58′) – 5
Amanda Andradóttir (71′) – 5
Hlín Eiríksdóttir (71′) – 6
Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Silva fékk gjöf frá Chelsea

Silva fékk gjöf frá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Evrópu-ballið byrjar hjá Val og Víkingi í kvöld

Evrópu-ballið byrjar hjá Val og Víkingi í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eysteinn framkvæmdastjóri: Jákvæður en niðurstaðan vissulega vonbrigði – „Það er eitthvað sem við förum yfir“

Eysteinn framkvæmdastjóri: Jákvæður en niðurstaðan vissulega vonbrigði – „Það er eitthvað sem við förum yfir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United