Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Það er komið að lokaleik íslenska kvennalandsliðið á EM í þetta skiptið. Andstæðingurinn er Noregur og hefur byrjunarliðið verið opinberað.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir þrjár breytingar frá síðasta leik. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Guðnýu Árnadóttur, sem er meidd.
Katla Tryggvadóttir kemur þá inn í byrjunarliðið fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur, en Katla átti frábæra innkomu í fyrsta leiknum hér í Thun. Loks kemur Hildur Antonsdóttir á ný inn í liðið fyrir Dagnýu Brynjarsdóttur.
Ísland er þegar úr leik fyrir leik kvöldsins, hefur tapað gegn Finnlandi og heimakonum í Sviss það sem af er móti.
Byrjunarlið Íslands
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Guðrún Arnardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir
Hildur Antonsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Katla Tryggvadóttir
Sandra María Jessen
Sveindís Jane Jónsdóttir