fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 12:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Það var sannarlega hiti á blaðamannafundi Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara fyrir lokaleik EM gegn Noregi á morgun. Ísland hefur þegar tapað gegn Finnum og Svisslendingum á mótinu og er úr leik, sem eru gífurleg vonbrigði.

Framtíð Þorsteins hefur verið í umræðunni undanfarna daga en hann tók afar illa í spurningu undirritaðs um framtíð sína á blaðamannafundinum í dag. Hóf hann þá eldræðu um fáránleika þess að leikmaður hafi verið spurður út í skoðanir sínar á framtíð þjálfarans.

Vísir fjallar um að hann eigi við spurningu sem Alexandra Jóhannsdóttir fékk í viðtali við miðilinn. Sindri Sverrisson, blaðamaður Vísis, bað Þorstein um útskýringar á reiði sinni við þessum vangaveltum.

„Má ég spyrja þig aðeins að því af hverju þér finnst það heimska að gefa leikmanni tækifæri til að koma með stuðnignsyfirlýsingu við þig?“ spurði hann og Þorsteinn tók til máls.

„Leikmenn stjórna því ekki hver er þjálfari. Svo er leikur eftir og það setur leikmanninn í óþægilega stöðu að vera að ræða þetta. Leikmaðurinn hefur ekkert um þetta að segja,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur þénað um 17 milljarða fyrir það eina að vera rekinn úr starfi

Hefur þénað um 17 milljarða fyrir það eina að vera rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Manchester United – Tottenham tapaði heima

England: Dramatískur sigur Manchester United – Tottenham tapaði heima
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Chelsea lagði Fulham og fór á toppinn

England: Chelsea lagði Fulham og fór á toppinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna
433Sport
Í gær

Frá Liverpool til Ítalíu

Frá Liverpool til Ítalíu
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona