fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lögreglunni á Spáni er talið að Diogo Jota hafi keyrt bílinn þegar hann lenti utan vegar með þeim hræðilegu afleiðingum að hann og bróðir hans létu lífið.

Atvikið átti sér stað síðasta fimmtudag en gögnin benda til þess að bílinn hafi verið vel yfir hámarkshraða.

Jota var framherji Liverpool og landsliðsmaður frá Portúgal en útför hans fór fram í heimalandinu á laugardag.

„Sérfræðingar eru enn að klára sína vinnu, það er verið að skoða slitförin sem eitt af dekkjum ökutækisins gerði,“ segir lögreglan í samtali við fjölmiðla á Spáni

„Það bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er á þessum kafla á veginum.“

Lögreglan telur að Jota hafi keyrt bílinn en eins og fyrr segir eru sérfræðingar að klára rannsókn á málinu.

„Einnig bendir allt til þess að ökumaðurinn hafi verið Diogo Jota.“

„Þegar sérfræðingar hafa lokið sinni vinnu þá verða þau gögn send til dómstóla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“