fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Cucurella er spenntur fyrir því að fá að mæta Thiago Silva í kvöld er Chelsea spilar við Fluminense á HM félagsliða.

Um er að ræða leik í undanúrslitum keppninnar en Silva sem er fertugur er fyrrum leikmaður Chelsea og er vinsæll á meðal leikmanna og stuðningsmanna liðsins.

Cucurella fékk skilaboð frá Silva fyrir leik gegn Palmeiras í átta liða úrslitum þar sem hann óskaði fyrrum liðsfélögum sínum góðs gengis í 2-1 sigri.

,,Við höfum horft á nokkra leiki með þeim og þeir eru með mjög góða leikmenn,“ sagði Cucurella.

,,Þeir eru ákveðnir í að vinna og eru með Thiago Silva, hann er goðsögn í fótboltaheiminum, toppleikmaður.“

,,Hann hefur aðeins spilað fyrir stórlið á sínum ferli og sendi mér skilaboð fyrir átta liða úrslitin og hvatti okkur áfram.“

,,Við fáum að sjá hann á ný eftir nokkra daga og vonandi getum við unnið leikinn og komist úrslit sem við stefnum á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot