Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi, hefur lengi talað fyrir því að stjórnvöld þurfi að huga miklu betur að barnafjölskyldum á Íslandi. Hann segir fyrstu þrjú árin í lífi sérhverjar manneskju vera úrslitaár hvað varðar velferð og lífsgæði viðkomandi um alla ævi og því sé gríðarlega mikilvægt að barnafjölskyldur fái allan þann stuðning sem þær þurfa á umræddum tíma. Ólafur segir nauðsynlegt að stokka algjörlega upp í fæðingarorlofs- og leikskólamálum og mælir með að hér á Íslandi verði farin sambærileg leið og Finnar hafa farið.
„Eftir að verða pabbi sjálfur og vita það ekki þá hvað ég var í viðkvæmri stöðu og verða pabbi tvisvar í sitt hvoru sambandinu og og börnin mín ólust upp á tveimur heimilum.“
Ólafur sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni, segist hafa lent í sinni erfiðustu persónulegu krísu, að eiga börn og vakna ekki með þeim á morgnana og kyssa þau ekki góða nótt.
Ólafur segist hafa farið á milli geðlækna og sálfræðinga hér á landi fyrir 30 árum og endað með að rata í stólinn hjá breskum þerapista sem var hérna með helgarnámskeið fjórum sinnum á ári, Terry Cooper, og endaði með að Ólafur elti hann til Bretlands. Ólafur gekk til hans í fjögur ár samhliða þriggja ára námi sem hann fór í; undirstöðunám í sálfræðilegri húmanískri þerapíu.
„Þá var ég mjög upptekinn af þessum þremur árum, fyrstu þrjú ár sem við vitum að eru 85% tenginga í hægri heila eiga sér stað á fyrstu þremur árunum. Og það má segja bara á einfaldan hátt að 85% af styrkleikum okkar og 85% af vandræðaganginum okkar hefur að segja frá meðgöngu og þangað til þú ert þriggja ára.“
Ólafur heldur í dag námskeið á fæðingarheimili Reykjavíkur fyrir verðandi og nýja pabba. Segist hann ráðleggja pörum sem eiga í erfiðleikum í sambandinu og ná ekki að tengjast:
„Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja. Farið til sjö pararáðgjafa, farið í sjö hjónabandsráðgjafa. Þannig ef hjálpin mín dugar ekki og ég sá fyrsti farið í aðra sex og ég er með mjög góðan grunn fyrir að segja þetta,“ segir Ólafur sem segir annað eiga við í samböndum þar sem eru mikil veikindi hjá öðrum aðilanum eða andlegt eða líkamlegt ofbeldi.
„Ef að við tökum þetta bara sem stærðfræði. Þá er svona mínus hvað foreldrar hafa verið með börnunum sínum á Íslandi og við þurfum að stokka spilin upp á nýtt. Það er ekki nóg að ætla bara að setja einhverja plástra á þetta sem er í gangi núna. Það þarf að búa til nýtt og þá er alveg ljóst á fyrsta áratugum þessarar aldar að fæðingartíðnin er á leið niður í Evrópu. Og skýringuna er að finna, konur finna ekki jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Þannig að núna þegar búið er að hafa sér mál bara ofan í skúffu alla þessa áratugi sem okkar helsta fólk er búið að segja, það þarf að styðja fólk betur í barneignaferli.
Staðan sem við erum komin í dag er út af vanrækslu ríkisins í þrjátíu ár og hér er bara heilbrigðisráðuneytið, heilsugæslan, landlæknir. Enginn þeirra hefur staðið sig nógu vel, enginn. Nú er svo komið að meira en helmingi fleiri konur á Íslandi leysa út lyf til að líða betur, meira en helmingi fleiri konur en karlar. Meira en helmingi fleiri konur þurfa aðstoð hjá VIRK starfsendurhæfingu heldur en karlar og ekkert víst að þær komist aftur í starfið sem þær voru í og njóti svona vinnumarkaði áfram. Og það má færa rök fyrir því að álagið er hvergi meira heldur en á leikskólum. Og konur bara finna það bara mjög fljótt að þetta er að ganga of mikið á þeirra hag. Eina sem við þurfum að gera, við þurfum að leiðrétta kerfisvillu og gera nákvæmlega eins og Finnar. Þetta er bara sáraeinfalt. Í Finnlandi þá er fæðingarorlof jafnlangt og hér, tólf mánuðir. Og 40% prósent af starfsfólki í grunnskólum og leikskólum hefur lokið háskólanámi. Og hin 60% hafa lokið þriggja ára námi í framhaldsskóla í að annast börn. Og við eigum að setja allan kraft í það að 60% af þeim sem vinna á leikskólum hér séu búin að ljúka þriggja ára námi í framhaldsskóla.“