Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Mörgum finnst áhugavert að Íslendingar beri almennt eftirnöfn eftir því hvað feður þeirra heita og var vakin athygli á þessu í kringum EM í Sviss.
Svissneski miðillinn Bluewin tók saman hvað leikmenn þeirra landsliðs myndu heita ef sama hefð væri hér. Til að mynda væru fjórar Markúsdætur eins og miðillinn kemur inn á.
Ísland og Sviss mættust einmitt á EM á sunnudag og sendu heimakonur Stelpurnar okkar því miður úr leik með 2-0 sigri.
Íslenska liðið á enn eftir að leika einn leik, gegn Noregi í lokaumferð riðlakeppninnar þar sem ekkert er undir nema stoltið.