Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United hefur samið við BBC um að koma fram í Match of the Day þáttunum næstu tvö árin.
Rooney mun fá 800 þúsund pund á tímabili eða rúmar 130 milljónir króna fyrir að koma reglulega fram.
Rooney var að þjálfa Plymouth í fyrra en var rekinn úr starfi.
Match of the day er á BBC þar sem farið er yfir alla leiki í ensku úrvalsdeildinni, þátturinn á laugardagskvöldum nýtur mikilla vinsælda.
Rooney er hluti af nýju teymi sem kemur að þættinum en Gary Lineker stýrði þættinum í 25 ár en hætti í sumar.